Líkur á jarðstreng við Akureyri aukast Svavar Hávarðarson skrifar 14. febrúar 2015 13:00 Áform um línulögn yfir útivistarsvæði og við flugvöllinn á Akureyri hafa valdið deilum. fréttablaðið/auðunn Líkurnar á því að lagður verði jarðstrengur sem hluti af raflínu frá Akureyri um Eyjafjörð í átt að Kröflu hafa aukist með úttekt verkefnishóps á vegum Landsnets á lagningu háspennustrengja á Íslandi. Úttektin bendir til að kostnaðartölur við framkvæmdina séu innan þeirra kostnaðarmarka sem drög að þingsályktunartillögu um lagningu flutningslína í jörðu miða við. Spurður um niðurstöður sérfræðingahópsins segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, að líkurnar hafi aukist að því leytinu til að með jarðstreng sé hægt að fara styttri leið en með loftlínu, sem leysi öryggismálin og ákveðna umhverfislega þætti, fyrir svipaða upphæð og loftlínu.guðmundur i. ásmundssonÞó þarf að leggja annan jarðstreng síðar vegna aukningar á flutningsþörf, en heildarkostnaðurinn af þeirri framkvæmd væri líklega innan ramma þingsályktunarinnar. „Það hlýtur að auka líkurnar á að menn telji þetta skynsamlegt,“ segir Guðmundur sem vill stíga varlega til jarðar. Ástæðan er ekki síst sú að stjórnvöld séu enn að ræða stefnumörkun í jarðstrengjamálum og enginn viti hver niðurstaðan af því verði. Guðmundur Ingi bendir á að vinna sérfræðingahóps Landsnets hafi beinst að því að ná niður kostnaði við lagningu jarðstrengja á öllum sviðum. Bæði verðinu á strengjunum sjálfum sem hefur lækkað vegna aðstæðna á markaði, og hins vegar að finna hagkvæmustu kosti við jarðstrengjalögnina sjálfa og frágang. „Það er ekki síst þar sem við höfum náð góðum árangri,“ segir Guðmundur Ingi. Bæði Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit hafa til þessa gagnrýnt áform Landsnet um loftlínulögn yfir þetta viðkvæma svæði sem um ræðir. Hafa sveitarfélögin talið hag sínum betur borgið með því að leggja jarðstreng á þeim hluta sem var til athugunar hjá verkefnishópnum, og farið fram á að samráð verði haft um framkvæmdina. Áhyggjur af flugöryggi við Akureyrarflugvöll hefur verið nefnt og umhverfismál við útivistarsvæði í nágrenni bæjarins, ekki síst Eyjafjarðará og Kjarnaskóg. Landsnet hefur til þessa bent á kostnaðinn sem því fylgir að velja jarðstrengjalausn í stað loftlínu og takmörkunum sem lagarammi setur fyrirtækinu – eða að ætíð sé hagkvæmasti kosturinn valinn. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Líkurnar á því að lagður verði jarðstrengur sem hluti af raflínu frá Akureyri um Eyjafjörð í átt að Kröflu hafa aukist með úttekt verkefnishóps á vegum Landsnets á lagningu háspennustrengja á Íslandi. Úttektin bendir til að kostnaðartölur við framkvæmdina séu innan þeirra kostnaðarmarka sem drög að þingsályktunartillögu um lagningu flutningslína í jörðu miða við. Spurður um niðurstöður sérfræðingahópsins segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, að líkurnar hafi aukist að því leytinu til að með jarðstreng sé hægt að fara styttri leið en með loftlínu, sem leysi öryggismálin og ákveðna umhverfislega þætti, fyrir svipaða upphæð og loftlínu.guðmundur i. ásmundssonÞó þarf að leggja annan jarðstreng síðar vegna aukningar á flutningsþörf, en heildarkostnaðurinn af þeirri framkvæmd væri líklega innan ramma þingsályktunarinnar. „Það hlýtur að auka líkurnar á að menn telji þetta skynsamlegt,“ segir Guðmundur sem vill stíga varlega til jarðar. Ástæðan er ekki síst sú að stjórnvöld séu enn að ræða stefnumörkun í jarðstrengjamálum og enginn viti hver niðurstaðan af því verði. Guðmundur Ingi bendir á að vinna sérfræðingahóps Landsnets hafi beinst að því að ná niður kostnaði við lagningu jarðstrengja á öllum sviðum. Bæði verðinu á strengjunum sjálfum sem hefur lækkað vegna aðstæðna á markaði, og hins vegar að finna hagkvæmustu kosti við jarðstrengjalögnina sjálfa og frágang. „Það er ekki síst þar sem við höfum náð góðum árangri,“ segir Guðmundur Ingi. Bæði Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit hafa til þessa gagnrýnt áform Landsnet um loftlínulögn yfir þetta viðkvæma svæði sem um ræðir. Hafa sveitarfélögin talið hag sínum betur borgið með því að leggja jarðstreng á þeim hluta sem var til athugunar hjá verkefnishópnum, og farið fram á að samráð verði haft um framkvæmdina. Áhyggjur af flugöryggi við Akureyrarflugvöll hefur verið nefnt og umhverfismál við útivistarsvæði í nágrenni bæjarins, ekki síst Eyjafjarðará og Kjarnaskóg. Landsnet hefur til þessa bent á kostnaðinn sem því fylgir að velja jarðstrengjalausn í stað loftlínu og takmörkunum sem lagarammi setur fyrirtækinu – eða að ætíð sé hagkvæmasti kosturinn valinn.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira