Tilmæli frá lögreglu og KSÍ: Vilja enga dróna yfir landsleiknum á sunnudag Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. september 2015 23:07 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að fylgildum eða drónum verði ekki flogið í Laugardalnum yfir landsleik Íslands og Kasakstan í undankeppni Evrópumóts landsliða 2016. Drónar hafa notið mikilla vinsælda undanfarið en þeir taka loftmyndir og myndbönd. Þetta er gert til þess að gæta öryggis áhorfenda og leikmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Leikurinn er einkar mikilvægur þar sem hann sker úr um hvort Ísland komist á EM á næsta ári eða ekki. Til þess að eiga öruggt sæti þurfa Íslendingar að minnsta kosti að gera jafntefli við landslið Kasakstan. Ísland vann leikinn gegn Hollandi á fimmtudagskvöld eins og kunnugt er orðið.KSÍ bað um að reglurnar yrðu settar Knattspyrnusamband Íslands hafði samband við lögreglu og bað um að þessar reglur yrðu settar. Þær gilda um knattspyrnuleikvanginn Laugardalsvöll og fimm hundruð metra radíus í kringum hann frá korter fyrir fimm til miðnættis.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í Laugardalnum á morgun,...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, September 5, 2015Kolbeinn í leiknum gegn Hollandi.vísir/valliÞá hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett fram sambærileg tilmæli varðandi öryggi vegna framkvæmdar landsleikja. Upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem flygildi hefur bilað og valdið skaða.Á US Open tennismótinu um daginn missti kennarinn Daniel Verley, 26 ára, stjórn á dróna sem hann flaug yfir leikvanginn þar sem leikur var í gangi. Dróninn brotlenti í áhorfendastúkunni en sem betur fer var hún mannlaus þegar atvikið átti sér stað. Hann var handtekinn fyrir að hafa skapað hættu með gáleysi sínu og fyrir að hafa notað dróna á svæði þar sem slíkt var ekki leyfilegt. „Lögreglustjóri hefur ekki heimild til að banna flug flygilda en setur fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í 500 metra radíus frá Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir, það er frá 16.45 - 24.00 sunnudaginn 6. september 2015,“ segir í tilkynningu. „Búist er við miklum fjölda gesta á Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir og mikilvægt að öryggis þeirra sé gætt. Þá hafa komið fram tilmæli frá Knattspyrnusambandi Evrópu sama efnis.“ Sjá má tilkynninguna í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að fylgildum eða drónum verði ekki flogið í Laugardalnum yfir landsleik Íslands og Kasakstan í undankeppni Evrópumóts landsliða 2016. Drónar hafa notið mikilla vinsælda undanfarið en þeir taka loftmyndir og myndbönd. Þetta er gert til þess að gæta öryggis áhorfenda og leikmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Leikurinn er einkar mikilvægur þar sem hann sker úr um hvort Ísland komist á EM á næsta ári eða ekki. Til þess að eiga öruggt sæti þurfa Íslendingar að minnsta kosti að gera jafntefli við landslið Kasakstan. Ísland vann leikinn gegn Hollandi á fimmtudagskvöld eins og kunnugt er orðið.KSÍ bað um að reglurnar yrðu settar Knattspyrnusamband Íslands hafði samband við lögreglu og bað um að þessar reglur yrðu settar. Þær gilda um knattspyrnuleikvanginn Laugardalsvöll og fimm hundruð metra radíus í kringum hann frá korter fyrir fimm til miðnættis.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í Laugardalnum á morgun,...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, September 5, 2015Kolbeinn í leiknum gegn Hollandi.vísir/valliÞá hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett fram sambærileg tilmæli varðandi öryggi vegna framkvæmdar landsleikja. Upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem flygildi hefur bilað og valdið skaða.Á US Open tennismótinu um daginn missti kennarinn Daniel Verley, 26 ára, stjórn á dróna sem hann flaug yfir leikvanginn þar sem leikur var í gangi. Dróninn brotlenti í áhorfendastúkunni en sem betur fer var hún mannlaus þegar atvikið átti sér stað. Hann var handtekinn fyrir að hafa skapað hættu með gáleysi sínu og fyrir að hafa notað dróna á svæði þar sem slíkt var ekki leyfilegt. „Lögreglustjóri hefur ekki heimild til að banna flug flygilda en setur fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í 500 metra radíus frá Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir, það er frá 16.45 - 24.00 sunnudaginn 6. september 2015,“ segir í tilkynningu. „Búist er við miklum fjölda gesta á Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir og mikilvægt að öryggis þeirra sé gætt. Þá hafa komið fram tilmæli frá Knattspyrnusambandi Evrópu sama efnis.“ Sjá má tilkynninguna í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira