Biðlar til þjófanna að skila köttunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. janúar 2015 19:15 Bíræfnir þjófar náðu að stela fjórum hreinræktuðum Bengal köttum í Ölfusi í gær eða í nótt. Eigandinn saknar þeirra sárt og biðlar til þjófanna að skila þeim.Ólafur Njálsson kattaeigandi.VísirÓlafur Njálsson hefur í yfir tvo áratugi búið á Nátthaga í Ölfusi. Þar ræktar meðal annars Bengal ketti. Ólafur hefur undanfarið verið með tíu ketti en hluti þeirra hefur verið í skemmu á svæðinu. Um hálf tvö leytið í nótt áttaði Ólafur sig á því að brotist hafði verið þar inn og fjórum köttum rænt. Hann telur þjófana vera fleiri en einn og að þeir hafi lagt bíl sínum í innkeyrslunni á meðan að þeir sóttu kettina. Djúp för í snjónum benda til þess að þeir hafi fest bíl sinn þar. „ Það er eins og þetta hafi verið tvær manneskjur. Konan hefur farið inn í skemmu að brjótast inn en karlinn náð í allar skóflur sem hann fann hérna,“ segir Ólafur. Ólafur segir með ólíkindum að þjófarnir hafi náð öðru fressinu þar sem kötturinn er mjög styggur. „ Það er engu líkara en að þau hafi verið með svæfingalyf því að þau réðu við kettina og komu þeim í box. Stygga fressið er þannig að þú þarft að veiða það með lagni inn í búrið, “ segir Ólafur. Hann segir verðmæti kattanna um tvær milljónir en þeir eru örmerktir og því erfitt að selja þá. Læðurnar eru geldar og því ekki hægt að nota þær til ræktunar. Hann saknar kattanna sárt og biðlar til þjófanna að skila þeim. „ Ég er alveg tilbúinn að tala við þetta blessaða fólk ef það vill skila þeim sko. Löggan þarf ekkert að vera viðstödd. Ég get alveg haldið því leyndu hverjir þetta voru, “ segir Ólafur. Tengdar fréttir Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08 Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstarhaldari númer 34D á meðal sönnunargagna Nettvaxin kona líklega potturinn og pannan í málinu. 22. janúar 2015 12:25 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Bíræfnir þjófar náðu að stela fjórum hreinræktuðum Bengal köttum í Ölfusi í gær eða í nótt. Eigandinn saknar þeirra sárt og biðlar til þjófanna að skila þeim.Ólafur Njálsson kattaeigandi.VísirÓlafur Njálsson hefur í yfir tvo áratugi búið á Nátthaga í Ölfusi. Þar ræktar meðal annars Bengal ketti. Ólafur hefur undanfarið verið með tíu ketti en hluti þeirra hefur verið í skemmu á svæðinu. Um hálf tvö leytið í nótt áttaði Ólafur sig á því að brotist hafði verið þar inn og fjórum köttum rænt. Hann telur þjófana vera fleiri en einn og að þeir hafi lagt bíl sínum í innkeyrslunni á meðan að þeir sóttu kettina. Djúp för í snjónum benda til þess að þeir hafi fest bíl sinn þar. „ Það er eins og þetta hafi verið tvær manneskjur. Konan hefur farið inn í skemmu að brjótast inn en karlinn náð í allar skóflur sem hann fann hérna,“ segir Ólafur. Ólafur segir með ólíkindum að þjófarnir hafi náð öðru fressinu þar sem kötturinn er mjög styggur. „ Það er engu líkara en að þau hafi verið með svæfingalyf því að þau réðu við kettina og komu þeim í box. Stygga fressið er þannig að þú þarft að veiða það með lagni inn í búrið, “ segir Ólafur. Hann segir verðmæti kattanna um tvær milljónir en þeir eru örmerktir og því erfitt að selja þá. Læðurnar eru geldar og því ekki hægt að nota þær til ræktunar. Hann saknar kattanna sárt og biðlar til þjófanna að skila þeim. „ Ég er alveg tilbúinn að tala við þetta blessaða fólk ef það vill skila þeim sko. Löggan þarf ekkert að vera viðstödd. Ég get alveg haldið því leyndu hverjir þetta voru, “ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08 Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstarhaldari númer 34D á meðal sönnunargagna Nettvaxin kona líklega potturinn og pannan í málinu. 22. janúar 2015 12:25 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08
Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstarhaldari númer 34D á meðal sönnunargagna Nettvaxin kona líklega potturinn og pannan í málinu. 22. janúar 2015 12:25