Enski boltinn

West Ham skellti Arsenal á Emirates | Sjáðu mistökin hjá Cech

West Ham vann óvæntan 2-0 sigur á Arsenal á útivelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Petr Čech byrjaði ekki vel í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal í deildinni.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Arsenal skapaði sér ekki mörg færi og varnarleikur West Ham hélt vel. Gestirnir náðu svo forystunni þegar Cheikhou Kouyate skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu, en úthlaup Petr Čech var skrautlegt.

Staðan 0-1 fyrir gestina í hálfleik sem voru alls ekki hættir. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik; heimamenn reyndu og reyndu, en náðu lítið að opna gestina og það voru þeir sem skoruðu annað markið.

Mauro Zarate fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Arsenal eftir darraðadans, lét vaða á markið og boltinn söng í netinu. Aftur setja menn spurningamerki við Petr Čech sem nánast hreyfðist ekki í markinu. Staðan 0-2 á 57. mínútu.

Eftir það fjaraði leikurinn nánast út. Heimamenn náðu lítið sem ekkert að skapa sér og er þetta áhyggjuefni fyrri meistarakandídatana í Arsenal, en mörkin úr leiknum má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan og hér að neðan. 

0-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×