„Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2015 13:42 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Vísir/Arnþór „Ég er bara nokkuð brött,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, aðspurð hvernig hún hafi það eftir læti morgunsins.Komu þessi hörðu viðbrögð við skipan Gústafs í ráðið ykkur í opna skjöldu? „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú einhver umræða um það. En að þetta myndi verða aðalmálið, skipan varamanns, ég hafði ekki búist við svona miklu, svo ég sé alveg hreinskilin við þig.“ Sjá einnig: Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta. Gústaf hefur farið mikinn í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið, meðal annars hvað varðar múslima og byggingu mosku. Þá sagði hann samkynhneigð óeðlilega í grein í Morgunblaðinu árið 2005. Borgarfulltrúum Framsóknar og flugvallarvina var ekki kunnugt um þau skrif hans um þessi efni þó að þær hafi lesið aðrar greinar eftir Gústaf: „Við höfðum lesið greinar eftir hann sem voru birtar í Morgunblaðinu. Þar var hann að velta upp ákveðnum spurningum án þess að í þeim fælist einhver áfellisdómur. Við töldum miðað við þær upplýsingar sem við höfðum að hann hefði ekki stigið á línuna. En svo lengi lærir sem lifir.“ Sveinbjörg segir að Framsókn og flugvallarvinir hafi verið að vinna að mjög mörgum áhugaverðum málum í borgarstjórn. Borgarfulltrúarnir vilji halda áfram þeirri góðu vinnu og hafa vinnufrið. „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur.“ Aðspurð um fund sem borgarfulltrúarnir áttu í morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, segir Sveinbjörg: „Við ræddum nú ýmislegt annað en þetta á þessum fundi, og aðallega flugvöllinn. Hann er nú búinn að gefa yfirlýsingu um þetta og ég held að það komi fram þar bara.“ Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ég er bara nokkuð brött,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, aðspurð hvernig hún hafi það eftir læti morgunsins.Komu þessi hörðu viðbrögð við skipan Gústafs í ráðið ykkur í opna skjöldu? „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú einhver umræða um það. En að þetta myndi verða aðalmálið, skipan varamanns, ég hafði ekki búist við svona miklu, svo ég sé alveg hreinskilin við þig.“ Sjá einnig: Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta. Gústaf hefur farið mikinn í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið, meðal annars hvað varðar múslima og byggingu mosku. Þá sagði hann samkynhneigð óeðlilega í grein í Morgunblaðinu árið 2005. Borgarfulltrúum Framsóknar og flugvallarvina var ekki kunnugt um þau skrif hans um þessi efni þó að þær hafi lesið aðrar greinar eftir Gústaf: „Við höfðum lesið greinar eftir hann sem voru birtar í Morgunblaðinu. Þar var hann að velta upp ákveðnum spurningum án þess að í þeim fælist einhver áfellisdómur. Við töldum miðað við þær upplýsingar sem við höfðum að hann hefði ekki stigið á línuna. En svo lengi lærir sem lifir.“ Sveinbjörg segir að Framsókn og flugvallarvinir hafi verið að vinna að mjög mörgum áhugaverðum málum í borgarstjórn. Borgarfulltrúarnir vilji halda áfram þeirri góðu vinnu og hafa vinnufrið. „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur.“ Aðspurð um fund sem borgarfulltrúarnir áttu í morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, segir Sveinbjörg: „Við ræddum nú ýmislegt annað en þetta á þessum fundi, og aðallega flugvöllinn. Hann er nú búinn að gefa yfirlýsingu um þetta og ég held að það komi fram þar bara.“
Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40