Enski boltinn

Di Maria er betur borgið hjá Paris Saint-Germain

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Di Maria fannst loksins á leik PSG og Lille á föstudaginn.
Di Maria fannst loksins á leik PSG og Lille á föstudaginn. Vísir/GEtty
Gerardo Martino, þjálfari argentínska landsliðsins, var ánægður með félagsskipti kantmannsins Angel Di Maria, til Paris Saint-Germain á dögunum. Di Maria hefur verið harðlega gagnrýndur af enskum fjölmiðlum en hann entist aðeins eitt tímabil á Englandi.

Di Maria varð á síðasta ári einn dýrasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar Manchester United greiddi tæplega sextíu milljónir punda fyrir hann frá Real Madrid. Hóf hann ferilinn í ensku úrvalsdeildinni af krafti en með tímanum fjaraði undir áhrifum hans og sat hann mestmegnis á bekknum síðustu mánuðina.

Sumarið hefur farið í að orða hann við frönsku meistaranna og var loksins gengið frá sölunni á dögunum. Martino var ánægður en hann sagði að Di Maria hefði ekki liðið vel hjá Manchester United.

„Félagsskipti hans eru góð tíðindi, honum leið ekki lengur vel hjá Manchester United. Hann lenti í meiðslavandræðum eftir að hafa verið seldur frá Real Madrid en ef honum líður vel hjá félagi og hann nær fullri heilsu þá hef ég trú á því að við fáum að sjá það besta frá honum á ný.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×