Enski boltinn

Coutinho getur fyllt skarðið sem Gerrard skyldi eftir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Coutinho steig upp í leik liðsins gegn Stoke og skoraði sigurmark Liverpool.
Coutinho steig upp í leik liðsins gegn Stoke og skoraði sigurmark Liverpool. Vísir/Getty
Brasilíski leikmaðurinn Kaka telur að Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, geti fyllt í skarðið sem Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði liðsins, skyldi eftir sig. Landi Kaka, Coutinho, skoraði glæsilegt sigurmark Liverpool í 1-0 sigri gegn Stoke um helgina.

Gerrard gekk til liðs við LA Galaxy í sumar eftir að hafa leikið 504 leiki fyrir Liverpool en hann var fyrirliði sem og besti leikmaður liðsins um árabil þótt hlutverk hans í liðinu hafi minnkað undanfarin ár.

„Það getur enginn leikið eftir afrek Gerrard en eftir að hann er farinn þarf einhver að stíga upp í fjarveru hans og að mínu mati getur Coutinho gert það. Ég hef verið aðdáandi hans lengi og hann gæti orðið mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool sem og brasilíska landsliðið.“

Kaka bætti við að hann hefði ekki trú á öðru en að Robert Firminho, brasilíski leikmaðurinn sem gekk til liðs við Liverpool í sumar, myndi slá í gegn í herbúðum Liverpool.

„Hann á eftir að reynast liðinu mikilvægur. Hann mun passa vel við hlið Coutinho en stuðningsmenn liðsins þurfa að vera þolinmóðir. Þrátt fyrir að félagið hafi greitt háa fjárhæð fyrir hann þarf hann að aðlagast nýrri deild og það tekur sinn tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×