Trans Ísland heldur árlega grill gleði í kvöld Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2015 10:30 Trans Ísland hvetur vini og velunnara til þess að mæta með fjölskyldurnar á Klambratún í dag. Vísir/Stefán Trans Ísland stendur fyrir grillgleði á Klambratúní í dag. Veislan hefst klukkan fimm og verður grill á staðnum. Fólk er hvatt til þess að koma með sinn eigin mat og drykki. Grillið er árlegur liður í starfsemi Trans Íslands félagsins ár hvert en allir meðlimir, vinir, velunnarar og bandamenn eru velkomnir að taka þátt. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er varaformaður Trans Íslands og hún segir að búast megi við miklum fjölda fólks. „Þessi árlegi viðburður hefur verið að stækka með árunum. Í fyrra komu rúmlega 60 manns og samkvæmt Facebook eigum við von á mun fleirum í ár. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla að koma með fjölskyldur sínar og skemmta sér saman.“ Trans Ísland er hagsmunafélag undir Samtökunum 78 og tekur þátt í ýmsum störfum innan samtakanna. Félagsmenn taka þátt í gleðigöngunni sem fer fram aðra helgina í ágúst og er undirbúningur í fullum gangi. „Við erum búin að panta inn fánana sem við munum nota í göngunni og þetta mun bráðum allt smella saman. Það er alltaf gaman að taka þátt,“ segir Ugla. Barátta transfólks á Íslandi hefur ekki fengið mikla umfjöllun og telur Ugla Íslendinga vera að dragast aftur úr. „Umræðan og lagasetningar hér á landi eru ekki að að gerast á sama hraða og við erum að sjá í Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum. Á Íslandi þarf enn þá að fá samþykki geðlækna og sálfræðinga til þess að fá hormónatöflur og fleiri meðferðir fyrir þá sem það vilja. Samkvæmt lögum á Íslandi er transfólk með kynáttunarvanda og flokkað sem geðveikt af heilbrigðiskerfinu. Þetta er ekkert annað en tímaskekkja og ekki í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Við erum núna hópur að vinna saman að frumvarpi sem við viljum að verði lagt fram. Við höfum rætt það við nokkra þingmenn sem taka vel í það. Við vonumst til þess að ná að klára frumvarpið á næstunni og fá það í gegn. Trans Ísland er einnig að vinna í verkefni þar sem við tökum saman allar helstu spurningarnar sem transfólk fær og búum til myndband þar sem spurningarnar verða dregnar upp úr hatti og þeim verður svarað. Við erum enn að fá óviðeigandi spurningar sem eru oft byggðar á ranghugmyndum. Þannig viljum við upplýsa almenning sem er kannski ekki nógu vel að sér í þessum málum.“ Tengdar fréttir „Kemur þér ekki fokking við“ hvernig kynfæri fólks líta út John Oliver ræddi um réttindi og veruleika transfólks í þætti gærkvöldsins. 29. júní 2015 15:25 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. Geðlæknir segir að í samfélaginu hafi orðið viðhorfsbreyting í garð transfólks 25. janúar 2015 19:15 Transfólk gerir sínar eigin forsíður Vanity Fair forsíða Caitlyn Jenner hefur haft mikil og jávæð áhrif. 9. júní 2015 18:00 „Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Þakkarræða Caitlyn Jenner á ESPY verðlaununum var tilfinningaþrungin 16. júlí 2015 11:30 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Trans Ísland stendur fyrir grillgleði á Klambratúní í dag. Veislan hefst klukkan fimm og verður grill á staðnum. Fólk er hvatt til þess að koma með sinn eigin mat og drykki. Grillið er árlegur liður í starfsemi Trans Íslands félagsins ár hvert en allir meðlimir, vinir, velunnarar og bandamenn eru velkomnir að taka þátt. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er varaformaður Trans Íslands og hún segir að búast megi við miklum fjölda fólks. „Þessi árlegi viðburður hefur verið að stækka með árunum. Í fyrra komu rúmlega 60 manns og samkvæmt Facebook eigum við von á mun fleirum í ár. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla að koma með fjölskyldur sínar og skemmta sér saman.“ Trans Ísland er hagsmunafélag undir Samtökunum 78 og tekur þátt í ýmsum störfum innan samtakanna. Félagsmenn taka þátt í gleðigöngunni sem fer fram aðra helgina í ágúst og er undirbúningur í fullum gangi. „Við erum búin að panta inn fánana sem við munum nota í göngunni og þetta mun bráðum allt smella saman. Það er alltaf gaman að taka þátt,“ segir Ugla. Barátta transfólks á Íslandi hefur ekki fengið mikla umfjöllun og telur Ugla Íslendinga vera að dragast aftur úr. „Umræðan og lagasetningar hér á landi eru ekki að að gerast á sama hraða og við erum að sjá í Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum. Á Íslandi þarf enn þá að fá samþykki geðlækna og sálfræðinga til þess að fá hormónatöflur og fleiri meðferðir fyrir þá sem það vilja. Samkvæmt lögum á Íslandi er transfólk með kynáttunarvanda og flokkað sem geðveikt af heilbrigðiskerfinu. Þetta er ekkert annað en tímaskekkja og ekki í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Við erum núna hópur að vinna saman að frumvarpi sem við viljum að verði lagt fram. Við höfum rætt það við nokkra þingmenn sem taka vel í það. Við vonumst til þess að ná að klára frumvarpið á næstunni og fá það í gegn. Trans Ísland er einnig að vinna í verkefni þar sem við tökum saman allar helstu spurningarnar sem transfólk fær og búum til myndband þar sem spurningarnar verða dregnar upp úr hatti og þeim verður svarað. Við erum enn að fá óviðeigandi spurningar sem eru oft byggðar á ranghugmyndum. Þannig viljum við upplýsa almenning sem er kannski ekki nógu vel að sér í þessum málum.“
Tengdar fréttir „Kemur þér ekki fokking við“ hvernig kynfæri fólks líta út John Oliver ræddi um réttindi og veruleika transfólks í þætti gærkvöldsins. 29. júní 2015 15:25 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. Geðlæknir segir að í samfélaginu hafi orðið viðhorfsbreyting í garð transfólks 25. janúar 2015 19:15 Transfólk gerir sínar eigin forsíður Vanity Fair forsíða Caitlyn Jenner hefur haft mikil og jávæð áhrif. 9. júní 2015 18:00 „Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Þakkarræða Caitlyn Jenner á ESPY verðlaununum var tilfinningaþrungin 16. júlí 2015 11:30 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
„Kemur þér ekki fokking við“ hvernig kynfæri fólks líta út John Oliver ræddi um réttindi og veruleika transfólks í þætti gærkvöldsins. 29. júní 2015 15:25
Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. Geðlæknir segir að í samfélaginu hafi orðið viðhorfsbreyting í garð transfólks 25. janúar 2015 19:15
Transfólk gerir sínar eigin forsíður Vanity Fair forsíða Caitlyn Jenner hefur haft mikil og jávæð áhrif. 9. júní 2015 18:00
„Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Þakkarræða Caitlyn Jenner á ESPY verðlaununum var tilfinningaþrungin 16. júlí 2015 11:30