Utanríkisráðherra krefst þess að umsátri um Gaza verði hætt Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2015 13:45 Utanríkisráðherra ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær og krafðist þess að Ísraelar hættu nú þegar umsátri sínu um Gaza. Utanríkisráðherra ítrekaði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Íslendingar teldu brýnt að sátt næðist milli Palestínumanna og Ísrelsmanna á grundvelli tveggja ríkja lausnar. Landtaka Ísraelsmanna á hernumdum svæðum væri brot á alþjóðalögum. Málefni Miðausturlanda með sérstakri áherslu á Palestínu voru til umræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu að það ætti að vera hægt að leysa deilu Palestínumanna og Ísraela. Lausnin hefði verið á borðinu í mörg ár, það er að segja tveggja ríkja lausnin. Báðir deiluaðilar yrðu að sýna í verki vilja sinn til að ná sátt á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar og grípa ekki til aðgerða sem græfu undan því markmiði. Gunnar Bragi gagnrýndi áframhaldandi landtöku ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekaði að landtökubyggðir þeirra væru brot á alþjóðalögum. Íslendingar tækju undir með þeim sem skoruðu á Ísrael að láta af allri uppbyggingu ólöglegra byggða á herteknu svæðunum og þá alveg sérstaklega á Vesturbakkanum. Utanríkisráðherra lýsti miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag innan öryggisráðsins um að settur verði tímarammi fyrir lausn deilunnar og sagði hann brýnt að ráðið hefði meira frumkvæði hvað lausn hennar áhrærir. Ástandið á Gaza væri enn mjög alvarlegt þar sem fólk léti lífið vegna vosbúðar. Nauðsynlegt væri að bæta aðstæður á Gaza án tafa með uppbyggilegu samstarfi yfirvalda Palestínumanna og Ísraela. Létta þyrfti umsátri Ísraelsmanna um Gaza nú þegar þannig að efnahagslífið þar geti þryfist með eðlilegum hætti. Þá lýsti Gunnar Bragi ánægju með aðild Palestínu að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Utanríkisráðherra ítrekaði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Íslendingar teldu brýnt að sátt næðist milli Palestínumanna og Ísrelsmanna á grundvelli tveggja ríkja lausnar. Landtaka Ísraelsmanna á hernumdum svæðum væri brot á alþjóðalögum. Málefni Miðausturlanda með sérstakri áherslu á Palestínu voru til umræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu að það ætti að vera hægt að leysa deilu Palestínumanna og Ísraela. Lausnin hefði verið á borðinu í mörg ár, það er að segja tveggja ríkja lausnin. Báðir deiluaðilar yrðu að sýna í verki vilja sinn til að ná sátt á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar og grípa ekki til aðgerða sem græfu undan því markmiði. Gunnar Bragi gagnrýndi áframhaldandi landtöku ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekaði að landtökubyggðir þeirra væru brot á alþjóðalögum. Íslendingar tækju undir með þeim sem skoruðu á Ísrael að láta af allri uppbyggingu ólöglegra byggða á herteknu svæðunum og þá alveg sérstaklega á Vesturbakkanum. Utanríkisráðherra lýsti miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag innan öryggisráðsins um að settur verði tímarammi fyrir lausn deilunnar og sagði hann brýnt að ráðið hefði meira frumkvæði hvað lausn hennar áhrærir. Ástandið á Gaza væri enn mjög alvarlegt þar sem fólk léti lífið vegna vosbúðar. Nauðsynlegt væri að bæta aðstæður á Gaza án tafa með uppbyggilegu samstarfi yfirvalda Palestínumanna og Ísraela. Létta þyrfti umsátri Ísraelsmanna um Gaza nú þegar þannig að efnahagslífið þar geti þryfist með eðlilegum hætti. Þá lýsti Gunnar Bragi ánægju með aðild Palestínu að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira