Fjallkóngurinn skaut féð sem átti að smala Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. janúar 2015 07:30 Frá leiðangrinum í nóvember. myndir/þuríður lillý sigurðardóttir Bóndi á bænum Kirkjubóli í Norðfirði er afar ósáttur með það hvernig staðið var að smalamennsku í sunnanverðum Mjóafirði í nóvember í fyrra. Sjö kindur, af þeim átta sem átti að sækja, voru skotnar á færi. „Mér þykir mjög dapurt að fjallskilastjóri hafi farið af stað án þess að ræða við okkur,“ segir Ólafía Sigrún Einarsdóttir, bóndi á Kirkjubóli. Samkvæmt gangnaseðli Fjarðabyggðar stóð til að smala sunnanverðan Mjóafjörð, frá Nípu að Súlu við Reyki, 18. október síðastliðinn. Myndi sveitarfélagið leggja til fimm menn en ábúendur á Kirkjubóli einn. Þegar gangnadagur rann upp var veður slíkt að ekki þótti tækt að standa í fjárrekstri og það sama var uppi á teningnum daginn eftir. Var smalamennsku frestað um óákveðinn tíma.Sigurður fjallkóngur til hægri ásamt öðrum þeirra sem smalaði með honum.mynd/þuríður lillý sigurðardóttirÞann 3. nóvember lagði Sigurður Baldursson, fjallskilastjóri Fjarðabyggðar og bóndi á Sléttu í Reyðarfirði, af stað í verkið við þriðja mann. Kindurnar, sumar hverjar útigengnar, hlupu í sjálfheldu og mat hann þann kost vænlegastan að skjóta féð á færi. Einn lambhrútur náðist lifandi. „Hún telur sig hafa átt kindurnar en vegna aðstæðna þá var ekki hægt að markskoða hræin,“ segir Sigurður Baldursson fjallskilastjóri. Kindurnar hafi hlaupið í björg og hann hafi aðeins átt þann kost að skjóta þær á færi. Þau hafi náð ómörkuðum lambhrút lifandi og getað markskoðað móður hans. Honum var skilað til Ólafíu. „Það lék aldrei neinn vafi á því hvaðan þessar kindur væru. Við áttum þær allar,“ segir Ólafía. Hún kveður hræ kinda hafa rekið á fjörur og að þau hafi borið hennar mark. Henni fróðari menn telji einnig að hvergi sé sjálfheldu að finna á svæðinu. Ólafía sendi bæjarráði Fjarðabyggðar bréf í lok nóvember og setti út á framkvæmd smalamennskunnar. Hún fór þess á leit að ábúendum á Kirkjubóli yrði bætt tjónið. Bæjarráð svaraði bréfinu þann 12. janúar en í millitíðinni hafði verið leitað umsagnar Matvælastofnunar. Þar er gagnrýnt að svæðið hafi ekki verið smalað á tilskildum tíma og að það hafi ekki verið smalað undanfarin ár. Niðurstaðan er þó sú að úr því sem komið var hafi Sigurði verið nauðugur einn kostur að farga fénu. „Það sem mér sárnar mest er ekki tjónið heldur aðförin að kindunum. Það er mín tilfinning að ekki hafi staðið til að ná þeim á lífi,“ segir Ólafía. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Bóndi á bænum Kirkjubóli í Norðfirði er afar ósáttur með það hvernig staðið var að smalamennsku í sunnanverðum Mjóafirði í nóvember í fyrra. Sjö kindur, af þeim átta sem átti að sækja, voru skotnar á færi. „Mér þykir mjög dapurt að fjallskilastjóri hafi farið af stað án þess að ræða við okkur,“ segir Ólafía Sigrún Einarsdóttir, bóndi á Kirkjubóli. Samkvæmt gangnaseðli Fjarðabyggðar stóð til að smala sunnanverðan Mjóafjörð, frá Nípu að Súlu við Reyki, 18. október síðastliðinn. Myndi sveitarfélagið leggja til fimm menn en ábúendur á Kirkjubóli einn. Þegar gangnadagur rann upp var veður slíkt að ekki þótti tækt að standa í fjárrekstri og það sama var uppi á teningnum daginn eftir. Var smalamennsku frestað um óákveðinn tíma.Sigurður fjallkóngur til hægri ásamt öðrum þeirra sem smalaði með honum.mynd/þuríður lillý sigurðardóttirÞann 3. nóvember lagði Sigurður Baldursson, fjallskilastjóri Fjarðabyggðar og bóndi á Sléttu í Reyðarfirði, af stað í verkið við þriðja mann. Kindurnar, sumar hverjar útigengnar, hlupu í sjálfheldu og mat hann þann kost vænlegastan að skjóta féð á færi. Einn lambhrútur náðist lifandi. „Hún telur sig hafa átt kindurnar en vegna aðstæðna þá var ekki hægt að markskoða hræin,“ segir Sigurður Baldursson fjallskilastjóri. Kindurnar hafi hlaupið í björg og hann hafi aðeins átt þann kost að skjóta þær á færi. Þau hafi náð ómörkuðum lambhrút lifandi og getað markskoðað móður hans. Honum var skilað til Ólafíu. „Það lék aldrei neinn vafi á því hvaðan þessar kindur væru. Við áttum þær allar,“ segir Ólafía. Hún kveður hræ kinda hafa rekið á fjörur og að þau hafi borið hennar mark. Henni fróðari menn telji einnig að hvergi sé sjálfheldu að finna á svæðinu. Ólafía sendi bæjarráði Fjarðabyggðar bréf í lok nóvember og setti út á framkvæmd smalamennskunnar. Hún fór þess á leit að ábúendum á Kirkjubóli yrði bætt tjónið. Bæjarráð svaraði bréfinu þann 12. janúar en í millitíðinni hafði verið leitað umsagnar Matvælastofnunar. Þar er gagnrýnt að svæðið hafi ekki verið smalað á tilskildum tíma og að það hafi ekki verið smalað undanfarin ár. Niðurstaðan er þó sú að úr því sem komið var hafi Sigurði verið nauðugur einn kostur að farga fénu. „Það sem mér sárnar mest er ekki tjónið heldur aðförin að kindunum. Það er mín tilfinning að ekki hafi staðið til að ná þeim á lífi,“ segir Ólafía.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira