Fyrrum hlaupari NY Jets, Chris Johnson, er stálheppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í skotárás um helgina í Flórída.
Atvikið átti sér stað klukkan fjögur aðfararnótt sunnudags. Johnson var í bíl með félögum sínum er annar bíll keyrði upp að þeim og hóf skothríð.
Ökumaður bílsins sem Johnson var í lést, Johnson fékk skot í öxlina og þriðji farþeginn fékk skot í öxlina, handlegginn og fótlegginn. Hann er ekki í lífshættu.
Johnson hefur spilað í NFL-deildinni í sjö ár en er án félags eftir að Jets losaði hann undan samningi í síðasta mánuði.
