Engir peningar í viðamikil verkefni Freyr Bjarnason skrifar 19. janúar 2015 07:00 Laufey segir að byrjað sé að leggja drög að nýju samkomulagi á milli kvikmyndagreinarinnar og íslenska ríkisins. StjórnsýslaKvikmyndasjóður Íslands er núna í janúar strax orðinn tómur hvað varðar vilyrði um framleiðslustyrki vegna mynda sem á að frumsýna á næsta ári. „Það er rétt, það eru ekki lausir peningar í viðamikil framleiðsluverkefni,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, og bætir við að staðan sé óvenjuleg á þessum árstíma. Vilyrði um styrk er forsenda frekari fjármögnunar verkefna og því afar mikilvæg. Aðeins þrjár kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir næsta ár, eða Svanurinn í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir halastjörnu í leikstjórn Ara Alexanders og Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur. „Til að halda greininni á floti þarf að vera með að minnsta kosti þrjár myndir sem eru fullframleiddar með öllu sem tilheyrir stórum myndum. Við höfum varla haldið því í rauninni. Þetta er rosalega þröng staða og hún er búin að vera þröng lengi.“ Enn eru þó peningar til í sjóðnum fyrir handrita- og þróunarstyrkjum. Þeir nema tveimur til sex milljónum króna fyrir hvert verkefni. „Við gætum ekki gert sögulega stórmynd, búningamynd sem gerist í fortíðinni. Þær eru of dýrar. Allar myndir þurfa að gerast í nútímanum og helst sem næst Reykjavík.“ Laufey segir að lágar styrkveitingar til kvikmynda frá árinu 2010 hafi komið illa við íslenska kvikmyndagerð. Samkvæmt henni var framlag ríkisins 700 milljónir króna 2010. Fimm árum og krónuhruni síðar sé upphæðin 750 milljónir. „Núna var aðeins bætt við, sem er þakkarvert en samt ekki nóg til að halda greininni á floti miðað við kostnaðinn.“ Laufey nefnir þó að tuttugu prósenta endurgreiðslur frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, sem renna að hluta til íslenskra mynda, hjálpi til en þær komi samt ekki til nota fyrr en eftir að myndir eru tilbúnar. Samkomulag kvikmyndagreinarinnar og ríkisins frá árinu 2011 um styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar rennur út í lok þessa árs. „Það er byrjað að leggja drögin að því að gera nýtt samkomulag og ég á ekki von á öðru en að það verði góður „díalógur“ á milli stjórnvalda og greinarinnar með það. Það er svo mikið atriði, af því að fjármögnun í þessari grein tekur alltaf svo langan tíma, að hafa það til nokkurra ára í senn.“ Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
StjórnsýslaKvikmyndasjóður Íslands er núna í janúar strax orðinn tómur hvað varðar vilyrði um framleiðslustyrki vegna mynda sem á að frumsýna á næsta ári. „Það er rétt, það eru ekki lausir peningar í viðamikil framleiðsluverkefni,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, og bætir við að staðan sé óvenjuleg á þessum árstíma. Vilyrði um styrk er forsenda frekari fjármögnunar verkefna og því afar mikilvæg. Aðeins þrjár kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir næsta ár, eða Svanurinn í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir halastjörnu í leikstjórn Ara Alexanders og Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur. „Til að halda greininni á floti þarf að vera með að minnsta kosti þrjár myndir sem eru fullframleiddar með öllu sem tilheyrir stórum myndum. Við höfum varla haldið því í rauninni. Þetta er rosalega þröng staða og hún er búin að vera þröng lengi.“ Enn eru þó peningar til í sjóðnum fyrir handrita- og þróunarstyrkjum. Þeir nema tveimur til sex milljónum króna fyrir hvert verkefni. „Við gætum ekki gert sögulega stórmynd, búningamynd sem gerist í fortíðinni. Þær eru of dýrar. Allar myndir þurfa að gerast í nútímanum og helst sem næst Reykjavík.“ Laufey segir að lágar styrkveitingar til kvikmynda frá árinu 2010 hafi komið illa við íslenska kvikmyndagerð. Samkvæmt henni var framlag ríkisins 700 milljónir króna 2010. Fimm árum og krónuhruni síðar sé upphæðin 750 milljónir. „Núna var aðeins bætt við, sem er þakkarvert en samt ekki nóg til að halda greininni á floti miðað við kostnaðinn.“ Laufey nefnir þó að tuttugu prósenta endurgreiðslur frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, sem renna að hluta til íslenskra mynda, hjálpi til en þær komi samt ekki til nota fyrr en eftir að myndir eru tilbúnar. Samkomulag kvikmyndagreinarinnar og ríkisins frá árinu 2011 um styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar rennur út í lok þessa árs. „Það er byrjað að leggja drögin að því að gera nýtt samkomulag og ég á ekki von á öðru en að það verði góður „díalógur“ á milli stjórnvalda og greinarinnar með það. Það er svo mikið atriði, af því að fjármögnun í þessari grein tekur alltaf svo langan tíma, að hafa það til nokkurra ára í senn.“
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira