Innlent

Gæslan fylgist með siglingu fimm þúsund tonna flutningaskips

Gissur Sigurðsson skrifar
Von er á skipinu til landsins í dag.
Von er á skipinu til landsins í dag. Vísir/Vilhelm
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur frá því snemma í morgun fylgst með siglingu fimm þúsund tonna erlends flutningaskips, eftir að skipstjórinn tilkynnti um vélarbilun. Þá var skipið statt um það bil 30 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.

Í fyrstu var talið að skipið væri alveg vélarvana, en brátt kom í ljós að það gat haldið siglingu áfram fyrir eigin vélarafli, en á minni ferð en ella. Það er nú á leið til Grundartanga þar sem væntanlega verður gert við vélina. Engin hætta er talin á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×