Innlent

Sveinn Andri kærir Sigurð G. til Lögmannafélagsins

Jakob Bjarnar skrifar
Þegar tveir af hörðustu lögmönnum landsins eru komnir í hár saman, þá hlýtur eitthvað undan að láta.
Þegar tveir af hörðustu lögmönnum landsins eru komnir í hár saman, þá hlýtur eitthvað undan að láta.
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ætlar í vikunni að leggja fram kæru á hendur Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni, en hann telur Sigurð hafa brotið gegn siðareglum Lögmannafélagsins. Þetta sagði hann í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Málið snýst um að Sigurður, sem er lögmaður Valitors, vill gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti.

Sveinn Andri vísar til siðareglna Lögmannafélagsins, 30. grein sem eru svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila."

Vísir spurði Sigurð hvort hann liti svo á að hann hafi gerst brotlegur við siðareglurnar?

„Ég úrskurða ekki í eigin málum. SAS hlýtur að skjóta því álitaefni til viðeigandi úrskurðaraðila. Lögmenn sem ekki gæta sín í starfi geta eins og aðrir orðið bótaábyrgir.“

Og, það ætlar Sveinn Andri að gera.


Tengdar fréttir

Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta

Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×