Lífið

Bretlandsdrottning mátti ekki setjast í járnhásætið

Samúel Karl Ólason skrifar
Drottningin virti hásætið vel fyrir sér.
Drottningin virti hásætið vel fyrir sér. Vísir/AFP
Elísabet Bretlandsdrottning heimsótti upptökustað Game of Thrones í Norður-Írlandi síðasta sumar. Sem er ekki frásögum færandi fyrir utan það að í Late Night með Seth Meyers í gærkvöldi sögðu framleiðendur þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, að þeir hefðu boðið henni að setjast í járnhásætið.

Járnhásætið (Iron Throne) er hásæti Westeros í ímynduðum heimi George R.R. Martin.

Drottningin mátti hins vegar ekki setjast í sætið þar sem gamlar reglur segja til um að konungur eða drottning Bretlands, megi ekki setjast í hásæti annarra ríkja. Jafnvel þó þau ríki séu ímynduð. Ljóst er þó að ljósmyndarar hefðu verið mjög ánægðir með tækifærið hefði drottningin fengið sér sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×