Lagið er í ætt við tónlist sem naut mikilla vinsælda á fyrri hluta síðustu aldar og inniheldur þennan myndarlega „scat“-kafla sem er eins og sóttur úr smiðju hins sáluga Louis Armstrong. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig Bretum mun vegna í Eurovision ár en þeir hafa ekki átt góðu gengi að fagna í undaförnum keppnum. Í fyrra höfnuðu Bretar í sautjánda sæti með lagið Children of the Universe sem Molly Smitten-Downes flutti.
Árið 2013 hafnaði Bonnie Tyler í 19. sæti með lagið Believe in Me fyrir hönd Breta. Árið 2012 endaði Engelbert Humperdinck í 25. og næst neðsta sæti sem varð til þess að Bretar hótuðu að draga sig úr keppninni.