Roberto Martínez segir að John Terry hafi brotið reglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 11:00 John Terry. Vísir/Getty Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttu sinni fyrir að halda hinum efnilega varnarmanni John Stones hjá félaginu. Chelsea hefur boðið bæði 20 og 26 milljónir punda í John Stones en Everton hefur hafnað báðum tilboðum. Martínez segist ekki ætla að selja þennan 21 árs gamla miðvörð. Martínez er mjög ósáttur með herferð Chelsea-manna en þeir José Mourinho, Gary Cahill og John Terry hafa allir rætt opinberlega áhuga Chelsea á þessum framtíðarmiðverði enska landsliðsins. Nýasta útspil Martínez er að halda því fram að John Terry hafi brotið reglur í ummælum sínum um John Stones. Terry sagði: „Einn daginn verð ég ekki lengur í liðinu en Chelsea horfir til leikmanna eins og John Stones fyrir framtíðina. Félagið mun því halda áfram að vaxa og dafna," sagði John Terry á miðvikudaginn. „Þetta er rangt og þetta er ólöglegt. Reglurnar leyfa mönnum ekki að tjá sig um svona um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum. Þessi orð hans eru því mikil vonbrigði," sagði Roberto Martínez við The Gurardian. Everton virðist þó frekar ætla að fara þá leið að kvarta við Chelsea frekar en að fara með málið lengra. „Það er frábært samband á milli félaganna. Okkar mesta fjárfesting var þegar við fengum Romelu Lukaku frá Chelsea. Það vita allir að það eru reglur í gildi og við viljum ekki sjá önnur félög ræða við okkar leikmenn. Það er rangt og á ekki að gerast," sagði Roberto Martínez. „Þetta John Stones mál er komið í fjölmiðla af því að Chelsea bauð í leikmanninn og gerði þau tilboð opinber. Við höfum aldrei rætt þetta. Við eigum mjög efnilegan leikmann sem á möguleika á því að verða besti miðvörður Englendinga frá upphafi. Félög munu því sýna honum áhuga og það er bara eðlilegt. Það eru hinsvegar engar viðræður í gangi og það er ekkert í spilunum um að hann fari eitthvert annað," sagði Martínez. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttu sinni fyrir að halda hinum efnilega varnarmanni John Stones hjá félaginu. Chelsea hefur boðið bæði 20 og 26 milljónir punda í John Stones en Everton hefur hafnað báðum tilboðum. Martínez segist ekki ætla að selja þennan 21 árs gamla miðvörð. Martínez er mjög ósáttur með herferð Chelsea-manna en þeir José Mourinho, Gary Cahill og John Terry hafa allir rætt opinberlega áhuga Chelsea á þessum framtíðarmiðverði enska landsliðsins. Nýasta útspil Martínez er að halda því fram að John Terry hafi brotið reglur í ummælum sínum um John Stones. Terry sagði: „Einn daginn verð ég ekki lengur í liðinu en Chelsea horfir til leikmanna eins og John Stones fyrir framtíðina. Félagið mun því halda áfram að vaxa og dafna," sagði John Terry á miðvikudaginn. „Þetta er rangt og þetta er ólöglegt. Reglurnar leyfa mönnum ekki að tjá sig um svona um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum. Þessi orð hans eru því mikil vonbrigði," sagði Roberto Martínez við The Gurardian. Everton virðist þó frekar ætla að fara þá leið að kvarta við Chelsea frekar en að fara með málið lengra. „Það er frábært samband á milli félaganna. Okkar mesta fjárfesting var þegar við fengum Romelu Lukaku frá Chelsea. Það vita allir að það eru reglur í gildi og við viljum ekki sjá önnur félög ræða við okkar leikmenn. Það er rangt og á ekki að gerast," sagði Roberto Martínez. „Þetta John Stones mál er komið í fjölmiðla af því að Chelsea bauð í leikmanninn og gerði þau tilboð opinber. Við höfum aldrei rætt þetta. Við eigum mjög efnilegan leikmann sem á möguleika á því að verða besti miðvörður Englendinga frá upphafi. Félög munu því sýna honum áhuga og það er bara eðlilegt. Það eru hinsvegar engar viðræður í gangi og það er ekkert í spilunum um að hann fari eitthvert annað," sagði Martínez.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira