Enski boltinn

Neville Neville látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Öll þrjú börn Nevilles voru í enska landsliðinu.
Öll þrjú börn Nevilles voru í enska landsliðinu. vísir/getty
Neville Neville, faðir bræðranna Garys og Phils, er látinn 65 ára að aldri af völdum hjartaáfalls.

Neville fékk hjartaáfall í Ástralíu þegar hann var staddur þar með dóttur sinni, Tracey, vegna heimsmeistaramótsins í netbolta.

Synir hans flugu til Ástralíu til að vera með föður sínum á dánarbeðinu en hann var umboðsmaður þeirra beggja þegar þeir voru enn leikmenn.

Neville, sem var fyrrverandi krikket-leikmaður, bjó í Bury og var um tíma stjórnarformaður heimaliðsins, Bury FC.

Öll þrjú börn Nevilles voru afreksfólk í íþróttum; Gary og Phil í fótbolta eins og flestir vita en Tracey var landsliðskona í netbolta og er núverandi þjálfari enska landsliðsins í netbolta.

Gary er einn af sérfræðingum Sky Sports en Phil er aðstoðarþjálfari hjá Valencia í spænska fótboltanum.

Meðal þeirra sem votta Neville fjölskyldunni samúð sína eru knattspyrnukempurnar Peter Schmeichel og Robbie Fowler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×