Enski boltinn

Shawcross frá fram í október

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stoke hefur lent í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð.
Stoke hefur lent í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð. vísir/getty
Ryan Shawcross, fyrirliði Stoke City, missir a.m.k. af tveimur fyrstu mánuðum tímabilsins vegna bakmeiðsla.

Shawcross, sem er 27 ára, fer í aðgerð í næstu viku vegna bakmeiðslana sem hafa plagað hann frá síðasta tímabili.

Þettar er áfall fyrir Stoke en Shawcross er lykilmaður í liðinu og hefur verið jafnbesti maður þess síðan það komst upp í ensku úrvalsdeildina árið 2008.

Shawcross hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á ferlinum og leikið 235 af 266 leikjum Stoke síðan liðið kom í úrvalsdeildina.

Shawcross er alinn upp hjá Manchester United en fór til Stoke 2007, fyrst sem lánsmaður áður en félagið keypti hann á tvær milljónir punda.

Stoke tekur á móti Liverpool í 1. umferð úrvalsdeildarinnnar á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×