Enski boltinn

Milner nýr varafyrirliði Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milner spilar væntanlega sinn fyrsta deildarleik með Liverpool gegn Stoke á sunnudaginn.
Milner spilar væntanlega sinn fyrsta deildarleik með Liverpool gegn Stoke á sunnudaginn. vísir/getty
James Milner hefur verið skipaður varafyrirliði Liverpool. Þetta staðfesti Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, í dag.

Jordan Henderson var skipaður fyrirliði Liverpool í sumar eftir brotthvarf Stevens Gerrard. Milner verður honum til halds og trausts en hann kom til Liverpool frá Manchester City í sumar.

Milner virðist hafa heillað Rodgers í sumar en stjórinn talaði mjög vel um hann á blaðamannafundi í dag.

„Ég hef lengi haft miklar mætur á honum. Hann hefur spilað á hæsta getustigi síðan hann var 16 ára og hann hefur spilað fyrir frábær lið,“ sagði Rodgers en Liverpool sækir Stoke City heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það hefur ekki verið mikið rætt um hversu góður í fótbolta hann er því hann hefur spilað með svo góðum leikmönnum í gegnum tíðina. En hann leggur gríðarlega hart að sér.

„Hann mætir tveimur og hálfum tíma fyrir æfingar og undirbýr sig alltaf af kostgæfni.“

Leikur Liverpool og Stoke hefst klukkan 15:00 á sunnudaginn og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×