Áhrifamikla lesbían, sú heimilislausa og bankastarfsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 09:45 Claire Rafferty, Fara Williams og Casey Stone. vísir/getty Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn. Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira
Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira