Redknapp: Ég hef ekkert fylgst með enskum konum spila fótbolta fyrr en nú Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 08:00 Eins og fleiri á Englandi fylgist Jamie Redknapp nú grannt með enska liðinu. vísir/getty „Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“ Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Sjá meira
„Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“
Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Sjá meira