Áhrifamikla lesbían, sú heimilislausa og bankastarfsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 09:45 Claire Rafferty, Fara Williams og Casey Stone. vísir/getty Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn. Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira