Kína varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Kanada þessa daganna.
Kína marði Kamerún með einu marki gegn engu í nótt, en markið skoraði Shanshan Wang á þrettándu mínútu fyrri hálfleiks.
Þýskaland er því komið ásamt Kína í átta liða úrslitin, en Kína er í sextánda sæti heimslistans á meðan Kamerún er því 53..
Óvíst er hvaða liði Kína mætir í átta liða úrslitunum, en þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitunum í dag og þau klárast svo á miðvikudag með leik Japans og Hollands.

