Enski boltinn

Mata vonast til að De Gea verði áfram í Manchester

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea og Mata á góðri stundu.
De Gea og Mata á góðri stundu. vísir/getty
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, vonast til að landi hans og samherji, David de Gea, verði áfram hjá enska risanum. Mata segir þó að hann myndi skilja ef De Gea myndi róa á ný mið.

„Fullt af fólki hefur spurt mig um hans mál. Hann er vinur minn og ég vil að hann sé ánægður," sagði Mata í samtali við spænska miðilinn Marca.

„Hann er einn af bestu markvörðum í heimi. Frá mínum bæjardyrum, þá myndi ég vilja hafa hann í liðinu mínu."

Mata ræddi einnig um nýráðinn stjóra real Madrid, Rafael Benitez. Spánverjinn segir að Benitez viti hvernig á að ná sem mestu út úr leikmönnum.

„Ég hafði hann sem þjálfara hjá Chelsea og við unnum Evrópudeildina. Það var frábært tímabil, mitt besta ef tölfræðin er tekin til. Benitez veit hvernig hann á að ná sem mestu út úr hverjum leikmanni," sagði Mata að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×