Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 13:59 Hér sést Sæmundur fróði ekki á selnum heldur mara í kafi. Haukur Vagnsson Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“ Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“
Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06