Innlent

Strætó ekur á jóladag og nýársdag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á jóladag og nýársdag.
Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á jóladag og nýársdag. Vísir/Vilhelm
Strætó gengur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt áætlun á aðfgangadag og gamlársdag til klukkan 15 og þá verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á jóladag, annan í jólum og nýársdag.

Vakin er athygli á því að leiðir 2, 3, 4, 5, 11, 12, 13, 14, 15, 18, 24, 28 og 35 aka á hálftíma tíðni milli klukkan 12 og 15 á aðfangadag og gamlársdag, en upplýsingar um þessar leiðir eru ekki réttar í leiðavísi, appi, tímatöflu og biðstöðvatöflu.

Akstur hjá strætó á landsbyggðinni yfir hátíðirnar er svo eftirfarandi:

•    Þorláksmessa - 23. desember, ekið samkvæmt áætlun

•    Aðfangadagur - 24. desember, einstaka leið er ekin samkvæmt laugardagsáætlun (nánari upplýsingar um hverja     leið fyrir sig er að finna í leiðarbók)

•    Jóladagur - 25. desember, enginn akstur

•    Annar í jólum - 26. desember, ekið samkvæmt sunnudagsáætlun

•    Gamlársdagur - 31.desember, einstaka leið er ekin samkvæmt laugardagsáætlun (nánari upplýsingar um hverja     leið fyrir sig er að finna í leiðarbók)

•    Nýársdagur - 1. janúar, enginn akstur
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.