Enski boltinn

United gæti verið án tíu leikmanna um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hér náðist mynd af fjórum mönnum sem eiga allir að vera klárir á laugardaginn.
Hér náðist mynd af fjórum mönnum sem eiga allir að vera klárir á laugardaginn. vísir/getty
Manchester United gæti verið án allt að tíu lykilmanna liðsins þegar liðið mætir nýliðum Bournemouth í síðdegisleik laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik í fjórum tilraunum í öllum keppnum og vera úr leik í Meistaradeildinni er Manchester United aðeins þremur stigum frá toppliði Leicester í úrvalsdeildinni.

Liðið á erfiðan leik fyrir höndum gegn nýliðum Bournemouth sem gerðu sér lítið fyrir og unnu Chelsea á útivelli í síðustu umferð, en lærisveinar Eddie Howe komust með sigrinum úr fallsæti.

Sky Sports henti upp mynd á Twitter-síðu sína í gær þar sem bent er á meiðsli níu leikmanna Manchester United og leikbann Bastians Schweinsteigers.

Luke Shaw verður auðvitað lengi frá og Marcos Rojo næstu vikurnar vegna axlarmeiðsla en svo hafa menn eins og Matteo Darmian og Chris Smalling verið að heltast úr lestinni.

Manchester United er búið að gera tvö jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni og vinna aðeins tvo af síðustu fjórum, en Louis van Gaal þarf sárlega á sigri að halda á laugardaginn til að slá á óánægjuraddir stuðningsmanan liðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×