Enski boltinn

Vardy og Ranieri bestir í nóvember

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Jamie Vardy, framherji Leicester, var kjörinn leikmaður nóvember mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, er stjóri mánaðarins.

Vardy var einnig leikmaður mánaðarins í október, en í síðasta mánuði skoraði hann eitt mark í öllum þremur leikjum Leicester og bætti met Ruud van Nistelrooy þegar hann skoraði í ellefu leikjum í röð.

Þessi 28 ára gamli framherji er búinn að vera magnaður á leiktíðinni og er búinn að skora 14 mörk í öllum keppnum.

Ranieri stýrði Leicester aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni, en liðið vann tvo leiki og gerði eitt jafntefli í nóvember.

Hann á stóran leik fyrir höndum á mánudagskvöldið þar sem hann mætir Chelsea í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni eftir að vera rekinn frá Lundúnarliðinu árið 2004.

Ranieri barðist um stjóraverðlaunin við Jürgen Klopp, Mauricio Pochettino og Roberto Martínez, en Vardy barði af sér samkeppni frá Harry Kane, Ross Barkley, Troy Deeney, Romelu Lukaku og Dejan Lovren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×