Meistararnir í lykilstöðu eftir auðveldan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2015 09:27 Gronkowski í kunnulegri stellingu. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27 NFL Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27
NFL Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn