Skoða samspil hönnunar, tón- og myndlistar Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2015 17:30 Guðlaug Mía, Matt Eisman og Orange Ear. vísir Einn/þriðji er fjöllistaverkefni Studio Festisvall og Børk, sem ætlað er að skoða samspil hönnunar, tón- og myndlistar. Þetta verður gert með fjölbreyttum viðburðum sem hefjast með tónleikaröð á Húrra fimmtudagskvöldið klukkan átta. Tónleikaröðin mun samanstanda af samkrulli tveggja tónlistarmanna eða hljómsveita sem munu semja og frumflytja nýtt sameiginlegt lag á tónleikum. Á fyrstu tónleikum verkefnisins koma fram dj. Flugvél og geimskip og Teitur Magnússon ásamt hljómsveit. Báðir aðilar eru að gera spennandi hluti í sitt hvoru horninu svo það verður mjög forvitnilegt að sjá hver útkoman verður þegar þeim er ýtt saman í samstarf. Í framhaldi verða viðburðir sem rýna í myndlist og hönnun þar sem samstarf hönnuða, myndlistarmanna og tónlistarfólks leggur grunninn að nýjum verkum og kann að stuðla að nýju samstarfi. En við erum rétt að byrja þetta verkefni svo það verður gaman að fylgjast með þróuninni á þessu samstarfi. Hugmyndin sjálf kviknaði þegar við veittum því athygli hversu margir hönnuðir og myndlistarmenn eru einnig að vinna í tónlist og hversu sterk fjöllistarsena er í gangi. Eins er mikil samvinna þarna á milli og samheldni á milli greinanna sem má vel rækta enn lengra. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Einn/þriðji er fjöllistaverkefni Studio Festisvall og Børk, sem ætlað er að skoða samspil hönnunar, tón- og myndlistar. Þetta verður gert með fjölbreyttum viðburðum sem hefjast með tónleikaröð á Húrra fimmtudagskvöldið klukkan átta. Tónleikaröðin mun samanstanda af samkrulli tveggja tónlistarmanna eða hljómsveita sem munu semja og frumflytja nýtt sameiginlegt lag á tónleikum. Á fyrstu tónleikum verkefnisins koma fram dj. Flugvél og geimskip og Teitur Magnússon ásamt hljómsveit. Báðir aðilar eru að gera spennandi hluti í sitt hvoru horninu svo það verður mjög forvitnilegt að sjá hver útkoman verður þegar þeim er ýtt saman í samstarf. Í framhaldi verða viðburðir sem rýna í myndlist og hönnun þar sem samstarf hönnuða, myndlistarmanna og tónlistarfólks leggur grunninn að nýjum verkum og kann að stuðla að nýju samstarfi. En við erum rétt að byrja þetta verkefni svo það verður gaman að fylgjast með þróuninni á þessu samstarfi. Hugmyndin sjálf kviknaði þegar við veittum því athygli hversu margir hönnuðir og myndlistarmenn eru einnig að vinna í tónlist og hversu sterk fjöllistarsena er í gangi. Eins er mikil samvinna þarna á milli og samheldni á milli greinanna sem má vel rækta enn lengra.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira