Tarantino: „Disney er að reyna að eyðileggja fyrir mér“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2015 23:14 Quentin Tarantino er allt annað en sáttur. vísir/getty Quentin Tarantino er allt annað en sáttur með Disney. Nýjasta mynd hans, The Hateful Eight, verður frumsýnd á nýársdag en til stendur að hafa sérstakar forsýningar, svokallaðar „Roadshow“ sýningar, í örfáum, útvöldum kvikmyndahúsum en nú hefur Disney komið í veg fyrir að myndin verði forsýnd í „heimakvikmyndahúsi“ Tarantino. Forsýningarnar áttu að vera í 70 mm útgáfu og var áætlað að eitt kvikmyndahúsanna yrði Cinerama Dome í Los Angeles en húsið er sérstaklega smíðað fyrir 70 mm breiðtjaldssýningar. Nýjasta myndin í Star Wars myndaseríunni, The Force Awakens, átti að vera til sýningar í húsinu vikurnar tvær á undan mynd Tarantino en forráðamenn Disney hafa nú ákveðið að sýna myndina þar einnig yfir jólahátíðina. Það þýðir að The Hateful Eight var bolað í burtu. „Ég bjó The Hateful Eight til fyrir Dome-kvikmyndahúsið,“ sagði Tarantino í viðtali við Deadline fyrr í þessum mánuði þegar þeir sem komu að myndinni fengu að sjá hana í kvikmyndahúsinu. Hann mætti síðan í útvarpsþátt Howard Stern fyrir skemmstu þar sem hann úthúðaði Disney. „Þeir sögðu við forráðamenn Dome að þeir vildu fá að sýna þar í fleiri vikur og svarið var að þeir myndu standa við samning sinn við mig. Örfáum dögum síðar hringja þeir aftur og tjá kvikmyndahúsinu að ef myndin mín verður sýnd um jólin þá muni þeir draga Star Wars úr sýningu í öðrum húsum fyrirtækisins,“ sagði Tarantino hjá Stern. Tarantino tók það sérstaklega fram að hann ætti ekkert sökótt við J.J. Abrams eða þá sem komu að gerð myndarinnar heldur væru það yfirmenn hjá Disney sem væru að reyna að skemma fyrir honum. Hann minnti einnig á að Miramax, fyrirtækið sem m.a. framleiddi Pulp Fiction og Kill Bill, hefði eitt sinn verið í eigu Disney. „Myndir mínar hafa skapað Disney miklar tekjur og ég skil hreinlega ekki þessa hefnigirni af þeirra hálfu.“ Upptöku af viðtali Stern við Tarantino má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Quentin Tarantino er allt annað en sáttur með Disney. Nýjasta mynd hans, The Hateful Eight, verður frumsýnd á nýársdag en til stendur að hafa sérstakar forsýningar, svokallaðar „Roadshow“ sýningar, í örfáum, útvöldum kvikmyndahúsum en nú hefur Disney komið í veg fyrir að myndin verði forsýnd í „heimakvikmyndahúsi“ Tarantino. Forsýningarnar áttu að vera í 70 mm útgáfu og var áætlað að eitt kvikmyndahúsanna yrði Cinerama Dome í Los Angeles en húsið er sérstaklega smíðað fyrir 70 mm breiðtjaldssýningar. Nýjasta myndin í Star Wars myndaseríunni, The Force Awakens, átti að vera til sýningar í húsinu vikurnar tvær á undan mynd Tarantino en forráðamenn Disney hafa nú ákveðið að sýna myndina þar einnig yfir jólahátíðina. Það þýðir að The Hateful Eight var bolað í burtu. „Ég bjó The Hateful Eight til fyrir Dome-kvikmyndahúsið,“ sagði Tarantino í viðtali við Deadline fyrr í þessum mánuði þegar þeir sem komu að myndinni fengu að sjá hana í kvikmyndahúsinu. Hann mætti síðan í útvarpsþátt Howard Stern fyrir skemmstu þar sem hann úthúðaði Disney. „Þeir sögðu við forráðamenn Dome að þeir vildu fá að sýna þar í fleiri vikur og svarið var að þeir myndu standa við samning sinn við mig. Örfáum dögum síðar hringja þeir aftur og tjá kvikmyndahúsinu að ef myndin mín verður sýnd um jólin þá muni þeir draga Star Wars úr sýningu í öðrum húsum fyrirtækisins,“ sagði Tarantino hjá Stern. Tarantino tók það sérstaklega fram að hann ætti ekkert sökótt við J.J. Abrams eða þá sem komu að gerð myndarinnar heldur væru það yfirmenn hjá Disney sem væru að reyna að skemma fyrir honum. Hann minnti einnig á að Miramax, fyrirtækið sem m.a. framleiddi Pulp Fiction og Kill Bill, hefði eitt sinn verið í eigu Disney. „Myndir mínar hafa skapað Disney miklar tekjur og ég skil hreinlega ekki þessa hefnigirni af þeirra hálfu.“ Upptöku af viðtali Stern við Tarantino má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43
Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30
Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54