„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 11:56 Bandarískir „Selir“ á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Salwan Georges Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Aldrei hefur verið sagt frá þessari leyniaðgerð og sagði ríkisstjórn Donalds Trump, sem var þá á sínu fyrra kjörtímabili, ekki einu sinni hópi þingmanna sem lög segja til um að eigi að vita af aðgerðum sem þessum. Þegar kjarnorkuvopnaviðræðurnar stóðu yfir vildu Bandaríkjamenn öðlast frekari upplýsingar um stöðuna í einræðisríkinu einangraða. Leyniþjónustum Bandaríkjanna hefur ávallt gengið verulega illa í að verða sér út um upplýsingar eða heimildarmenn frá Norður-Kóreu. Því var ákveðið að senda sérsveitarmenn úr sjóher Bandaríkjanna, svokallaða „Seli“ á land í Norður-Kóreu, samkvæmt frétt New York Times sem birt var í morgun. Það er í fyrsta sinn sem sagt er frá þessari aðgerð. Aðgerðin var svo áhættumikil að Trump þurfti að veita henni blessun sína, sem hann gerði. Óttast var að ef upp um hermennina kæmi gæti það bundið enda á kjarnorkuvopnaviðræðurnar eða að þeir gætu jafnvel verið handsamaðir með tilheyrandi deilum við milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Mjög mikilvægt var að ekki kæmist upp um hermennina af ótta við viðbrögð Kims en hersveitir hans eiga um átta þúsund stórskotaliðsvopn sem beint er að skotmörkum í Suður-Kóreu og þar á meðal bandarískum hermönnum. Banamenn bin Laden fengnir til verksins Til verkefnisins voru fengnir sérsveitarmenn úr hinni svokölluðu „Rauðu sveit“ innan Selateymis sex en það er sama sveit og felldi Osama bin Laden í Pakistan á sínum tíma. Þeir höfðu einnig farið í sambærilegan leiðangur árið 2005. Þá notuðu Selir smáan kafbát til að fara á land í Norður-Kóreu án þess að upp um þá komst. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Þeir æfðu sig fyrir aðgerðina í nokkra mánuði. Selirnir voru fluttir að ströndum Norður-Kóreu um borð í kjarnorkuknúnum kafbáti en þeir notuðu svo tvo smákafbáta til að komast í land. Eitt af stærstu vandamálunum sem þeir stóðu frammi fyrir var að þeir voru með takmarkaðar upplýsingar um ströndina þar sem þeir fóru á land. Nánast um leið og þeir komu á land í Norður-Kóreu, um miðja nótt og á strönd sem þeir töldu mannlausa, birtist bátur og var ljóskastara beint að kafbátunum tveimur, sem voru um hundrað metra frá ströndinni. Hermennirnir í landi hleyptu strax af vopnum sínum í átt að ljósinu og felldu alla um borð í bátnum. Þegar þeir fóru um borð fundu þeir tvo eða þrjá Norður-Kóreumenn í blautbúningum en óvopnaða. Talið er að um óbreytta borgara hafi verið að ræða, sem hafi verið að kafa eftir skelfisk. Sjá einnig: Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Því næst fóru Selirnir aftur í sjóinn og yfirgáfu Norður-Kóreu. Hlerunarbúnaðinum var aldrei komið fyrir. Áður en þeir fóru settu þeir lík mannanna í sjóinn og stungu líkin til að sökkva þeim. Stuttur fundur skömmu síðar Gervihnattamyndir sýndu að her Norður-Kóreu var með mikinn viðbúnað á svæðinu næstu daga en embættismenn þar hafa aldrei tjáð sig um málið, eða gefið út einhverskonar yfirlýsingu. Bandarískir embættismenn sem ræddu við NYT segja óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi komist að einhverri niðurstöðu um hvað gerðist. Eins og áður segir var þetta í upphafi árs 2019, skömmu fyrir fund Trumps og Kims í Víetnam. Fundurinn í Víetnam varð svo mun styttri en búist var við og var enginn sameiginlegur blaðamannafundur haldinn, eins og hafði staðið til. Fundinum lauk tveimur tímum á undan áætlun en aldrei hefur komið í ljós af hverju. Sjá einnig: Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Kim hóf kjarnorkuvopnatilraunir á nýjan leik í maí 2019 og í kjölfarið hittust hann og Trump aftur í júní, á hlutlausu svæði á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Þá varð Trump fyrsti bandaríski forsetinn til að fara inn fyrir landamæri Norður-Kóreu. Fundurinn skilaði þó engum árangri og Kóreumenn héldu kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum áfram og urðu þeir tíðari en áður. Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Donald Trump Suður-Kórea Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Aldrei hefur verið sagt frá þessari leyniaðgerð og sagði ríkisstjórn Donalds Trump, sem var þá á sínu fyrra kjörtímabili, ekki einu sinni hópi þingmanna sem lög segja til um að eigi að vita af aðgerðum sem þessum. Þegar kjarnorkuvopnaviðræðurnar stóðu yfir vildu Bandaríkjamenn öðlast frekari upplýsingar um stöðuna í einræðisríkinu einangraða. Leyniþjónustum Bandaríkjanna hefur ávallt gengið verulega illa í að verða sér út um upplýsingar eða heimildarmenn frá Norður-Kóreu. Því var ákveðið að senda sérsveitarmenn úr sjóher Bandaríkjanna, svokallaða „Seli“ á land í Norður-Kóreu, samkvæmt frétt New York Times sem birt var í morgun. Það er í fyrsta sinn sem sagt er frá þessari aðgerð. Aðgerðin var svo áhættumikil að Trump þurfti að veita henni blessun sína, sem hann gerði. Óttast var að ef upp um hermennina kæmi gæti það bundið enda á kjarnorkuvopnaviðræðurnar eða að þeir gætu jafnvel verið handsamaðir með tilheyrandi deilum við milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Mjög mikilvægt var að ekki kæmist upp um hermennina af ótta við viðbrögð Kims en hersveitir hans eiga um átta þúsund stórskotaliðsvopn sem beint er að skotmörkum í Suður-Kóreu og þar á meðal bandarískum hermönnum. Banamenn bin Laden fengnir til verksins Til verkefnisins voru fengnir sérsveitarmenn úr hinni svokölluðu „Rauðu sveit“ innan Selateymis sex en það er sama sveit og felldi Osama bin Laden í Pakistan á sínum tíma. Þeir höfðu einnig farið í sambærilegan leiðangur árið 2005. Þá notuðu Selir smáan kafbát til að fara á land í Norður-Kóreu án þess að upp um þá komst. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Þeir æfðu sig fyrir aðgerðina í nokkra mánuði. Selirnir voru fluttir að ströndum Norður-Kóreu um borð í kjarnorkuknúnum kafbáti en þeir notuðu svo tvo smákafbáta til að komast í land. Eitt af stærstu vandamálunum sem þeir stóðu frammi fyrir var að þeir voru með takmarkaðar upplýsingar um ströndina þar sem þeir fóru á land. Nánast um leið og þeir komu á land í Norður-Kóreu, um miðja nótt og á strönd sem þeir töldu mannlausa, birtist bátur og var ljóskastara beint að kafbátunum tveimur, sem voru um hundrað metra frá ströndinni. Hermennirnir í landi hleyptu strax af vopnum sínum í átt að ljósinu og felldu alla um borð í bátnum. Þegar þeir fóru um borð fundu þeir tvo eða þrjá Norður-Kóreumenn í blautbúningum en óvopnaða. Talið er að um óbreytta borgara hafi verið að ræða, sem hafi verið að kafa eftir skelfisk. Sjá einnig: Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Því næst fóru Selirnir aftur í sjóinn og yfirgáfu Norður-Kóreu. Hlerunarbúnaðinum var aldrei komið fyrir. Áður en þeir fóru settu þeir lík mannanna í sjóinn og stungu líkin til að sökkva þeim. Stuttur fundur skömmu síðar Gervihnattamyndir sýndu að her Norður-Kóreu var með mikinn viðbúnað á svæðinu næstu daga en embættismenn þar hafa aldrei tjáð sig um málið, eða gefið út einhverskonar yfirlýsingu. Bandarískir embættismenn sem ræddu við NYT segja óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi komist að einhverri niðurstöðu um hvað gerðist. Eins og áður segir var þetta í upphafi árs 2019, skömmu fyrir fund Trumps og Kims í Víetnam. Fundurinn í Víetnam varð svo mun styttri en búist var við og var enginn sameiginlegur blaðamannafundur haldinn, eins og hafði staðið til. Fundinum lauk tveimur tímum á undan áætlun en aldrei hefur komið í ljós af hverju. Sjá einnig: Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Kim hóf kjarnorkuvopnatilraunir á nýjan leik í maí 2019 og í kjölfarið hittust hann og Trump aftur í júní, á hlutlausu svæði á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Þá varð Trump fyrsti bandaríski forsetinn til að fara inn fyrir landamæri Norður-Kóreu. Fundurinn skilaði þó engum árangri og Kóreumenn héldu kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum áfram og urðu þeir tíðari en áður.
Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Donald Trump Suður-Kórea Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira