Lífið

Áfallahraðferð í fyrstu stiklunni fyrir Game of Thrones

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jon Snow, dauður eður ei.
Jon Snow, dauður eður ei. skjáskot
Ef þú hefur ekki séð einn þátt af Game of Thrones en hefur áhuga á að bæta úr því einhvern tímann – hættu þá að lesa hér.

Því aðstandendur þáttanna sendu frá sér fyrstu stikluna fyrir væntanlega þáttaröð í dag en þáttaröðin er sú sjötta í röðinni.

Í stuttu máli er hér um að ræða 41 sekúndu af öllu því sem hefur fengið aðdáendur þáttanna til að taka andköf á undanförnum árum.

Þar á meðal er (og hefst hér upptalning sem mun skemma væntanlegt áhorf þeirra sem ekkert hafa séð til þessa) morðið á Jon Snow, afhöfðun Ned Stark, þegar eitrað var fyrir Joffrey og Arya blindast, aflimum Jamie Lannister, fjöldinn allur af drekum og nokkrir White Walkers. Þá er ótalið upphafsskotið af hinum alls ekki dauða Jon Snow sem var eftirminnilega myrtur undir lok síðustu seríu – allt þetta á 41 sekúndu.

Þetta er því svokölluð áfallahraðferð. Þeir sem treysta sér til geta horft á hana hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×