Innlent

Þingmenn vilja "írska módelið“

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Össur Skarphéðinsson, Óttar Proppé, Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis.
Össur Skarphéðinsson, Óttar Proppé, Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis.
Fjórir þingmenn minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis leggja til nýja sátt um Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) með innleiðingu „írska módelsins“. Þingmennirnir rita Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni utanríkismálanefndar, opið bréf í Fréttablaðinu í dag.

„Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun,“ segir meðal annars í bréfi þingmannanna, Össur Skarphéðinssonar, Birgittu Jónsdóttur, Óttarrs Proppé og Steinunnar Þóru Árnadóttur.

Tekið er fram að með nýjum lögum sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sé mögulegt að færa öll verkefni inn í ráðuneytið í sérstaka stofnun sem bera myndi nafn ÞSSÍ. „Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar.“

Einnig taka þau fram að Gunnar Bragi og Hanna Birna hafi nú tækifæri til að leiða deilur um ÞSSÍ til lykta án þess að slaka á óskum stjórnarliða.


Tengdar fréttir

Bréf til Gunnars Braga og Hönnu Birnu

Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×