Enski boltinn

Pardew: Hef áhuga á að starfa erlendis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pardew hefur gert fína hluti á Selhurst Park.
Pardew hefur gert fína hluti á Selhurst Park. vísir/getty
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hefur áhuga á að reyna fyrir sér í þjálfun utan Englands.

„Ég hefði áhuga á að þjálfa erlendis á einhverjum tímapunkti,“ sagði Pardew sem var orðaður við stjórastarfið hjá Besiktas í Tyrklandi í sumar.

Pardew tjáði sig af þessu tilefni um Gary Neville sem tók við spænska stórliðinu Valencia í síðustu viku.

„Gary þarf að læra að stjórna og eina leiðin til þess var að grípa þetta tækifæri.

„Ég er hrifinn af þessari ákvörðun hans, að taka við svona stóru félagi,“ sagði Pardew sem segist sakna Neville af sjónvarpsskjánum en hann hefur getið sér gott orð sem sparkspekingur á undanförnum árum.

Pardew og lærisveinar hans sækja Everton heim í lokaleik 15. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Palace er í 8. sæti deildarinnar með 22 stig en með sigri í kvöld kemst liðið upp West Ham og Liverpool og í 6. sætið.

Leikur Everton og Crystal Palace hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×