Innlent

Siv Friðleifsdóttir fékk 20 milljónir frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Á tímabilinu 1. janúar til 31. október 2015 greiddi ráðuneytið alls 129 milljónir vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.
Á tímabilinu 1. janúar til 31. október 2015 greiddi ráðuneytið alls 129 milljónir vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa. Vísir/Ernir
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, fékk tæplega 20 milljónir vegna ráðgjafastarfa fyrir félags- og húsnæðismálaráðuneytið frá upphafi árs 2014.

Siv fékk 19.670.014 krónur fyrir aðstoð vegna norræns samstarfs, formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni og vinnu í velferðarvaktinni sem var stofnuð að frumkvæði stjórnvalda snemma árs 2009 til að fylgjast með afleiðingum efnahagshrunsins á heimilin í landinu.

Ráðuneytið leitaði töluvert til utanaðkomandi aðila vegna vinnu við framtíðarskipan húsnæðismála. 58 milljónir voru greiddar vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa vegna framtíðarskipan húsnæðismála. KMPG ehf. fékk 24.9 milljónir við þessa vinnu og ráðgjafafyrirtækið Analytica ehf. fékk 20,9 milljónir.

Þá fékk Ágúst Bjarni Garðarsson, núverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannsonar, sjávarútvegs- og landbúnarráðherra og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2.8 milljónir vegna nefndar um stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Ágúst var kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna í vor.

Á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. október 2015 greiddi ráðuneytið alls 129 milljónir vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.

Þetta kom fram í svari Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um útgjöld ráðuneytisins vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.