Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. desember 2015 21:00 Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál. Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál.
Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira