Fæðingin tók um tíu ár Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2015 14:44 Andrea er hér ásamt ljósmyndaranum Aldísi Pálsdóttur en Andrea hefur unnið að bókinni síðastliðin tíu ár og sér nú fyrir endann á verkefninu. Vísir/GVA „Þetta er búin að vera heillöng fæðing,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir um bókina Bókin okkar, sem fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. „Ég fékk hugmyndina fyrir tíu árum þegar ég var ófrísk af fyrstu stelpunni minni og byrjaði hægt og rólega að skrifa og svo vatt þetta svolítið upp á sig,“ segir hún glöð í bragði en bókin er hugsuð sem uppflettirit fyrir verðandi foreldra og er ríkulega myndskreytt með myndum eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Andrea hafði þó unnið að bókinni í rúm tvö ár áður en hún fékk ljósmyndarann í lið með sér. Hugmyndin kviknaði líkt og áður sagði þegar Andrea var sjálf ófrísk og fannst vanta íslenskt efni. „Maður er með stanslausar spurningar í kollinum. Ég hafði samband við ljósmóðurina mína, Hafdísi Rúnarsdóttur, sem er í dag góð vinkona mín og hún sá um allt sem er fræðilegt í bókinni.“ Einnig eru í bókinni reynslusögur frá íslenskum foreldrum. Í bókinni er jafnframt lögð talsverð áhersla á sængurlegukaflann. „Það er svolítið svona hjartans mál Hafdísar. Hún leggur áherslu á að konur fái stuðning og þann tíma sem þær þurfa í sængurlegunni en á þeim tíma er oft aukin hætta á fæðingarþunglyndi og þarf að hlúa vel að þeim.“ Hún segir vissulega að þetta tíu ára ferli hafi verið lengra en hún hélt að það yrði í upphafi og vissulega hafi komið tímar þar sem hún var við það að missa móðinn. „Núna er ég alveg svakalega spennt, alveg eins og ég var fyrir svona átta, níu árum, og sé fyrir endann á þessu.“ Nú safnar Andrea fyrir útgáfu bókarinnar inni á vefsíðunni Karolinafund en hún mun þó aðeins koma út í litlu upplagi hér heima og er stefnan sett á Kínamarkað og sér Andrea fyrir sér að uppfæra bókina með árunum. „Þetta er einn af þeim hlutum sem renna aldrei út, fólk hættir aldrei að eignast börn.“ Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þetta er búin að vera heillöng fæðing,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir um bókina Bókin okkar, sem fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. „Ég fékk hugmyndina fyrir tíu árum þegar ég var ófrísk af fyrstu stelpunni minni og byrjaði hægt og rólega að skrifa og svo vatt þetta svolítið upp á sig,“ segir hún glöð í bragði en bókin er hugsuð sem uppflettirit fyrir verðandi foreldra og er ríkulega myndskreytt með myndum eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Andrea hafði þó unnið að bókinni í rúm tvö ár áður en hún fékk ljósmyndarann í lið með sér. Hugmyndin kviknaði líkt og áður sagði þegar Andrea var sjálf ófrísk og fannst vanta íslenskt efni. „Maður er með stanslausar spurningar í kollinum. Ég hafði samband við ljósmóðurina mína, Hafdísi Rúnarsdóttur, sem er í dag góð vinkona mín og hún sá um allt sem er fræðilegt í bókinni.“ Einnig eru í bókinni reynslusögur frá íslenskum foreldrum. Í bókinni er jafnframt lögð talsverð áhersla á sængurlegukaflann. „Það er svolítið svona hjartans mál Hafdísar. Hún leggur áherslu á að konur fái stuðning og þann tíma sem þær þurfa í sængurlegunni en á þeim tíma er oft aukin hætta á fæðingarþunglyndi og þarf að hlúa vel að þeim.“ Hún segir vissulega að þetta tíu ára ferli hafi verið lengra en hún hélt að það yrði í upphafi og vissulega hafi komið tímar þar sem hún var við það að missa móðinn. „Núna er ég alveg svakalega spennt, alveg eins og ég var fyrir svona átta, níu árum, og sé fyrir endann á þessu.“ Nú safnar Andrea fyrir útgáfu bókarinnar inni á vefsíðunni Karolinafund en hún mun þó aðeins koma út í litlu upplagi hér heima og er stefnan sett á Kínamarkað og sér Andrea fyrir sér að uppfæra bókina með árunum. „Þetta er einn af þeim hlutum sem renna aldrei út, fólk hættir aldrei að eignast börn.“
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira