Tákn úr heimi íþrótta og leikja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 10:45 "Þetta eru nokkurs konar leikföng en þó má ekki hrófla við þeim,“ segir Kristín um prikin sem hún er með á leið niður í Núllið. Vísir/GVA „Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. Myndlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Myndlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira