Seldi lag í þýska auglýsingu og bandarískan sjónvarpsþátt Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 10:30 Axel Flóvent spilaði á átta tónleikum á Iceland Airwaves og vakti mikla lukku. Mynd/SiggaElla Húsvíkingurinn Axel Flóvent vakti mikla athygli á Iceland Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi en tónlistarblaðamenn og bransakallar kepptust um að hrósa honum og nokkrir þeirra breyttu ferðaplönum sínum til þess að sjá síðustu tónleika hans á sunnudagskvöldið. „Við vitum um að minnsta kosti fjögur plötufyrirtæki í stærri kantinum sem voru að fylgjast með honum um helgina. Ég veit að tveir útsendarar áttu flug heim á sunnudeginum sem þeir breyttu til að sjá síðustu tónleikana á sunnudagskvöldið. Við erum í viðræðum við nokkur plötufyrirtæki en stígum varlega til jarðar og pössum okkur að gera það sem er rétt fyrir Axel,“ segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels. Alls kom Axel fram á átta tónleikum á hátíðinni ásamt því að taka upp vídeó-sessjón fyrir bandarísku útvarpsstöðina KEXP og tónlistartímaritið Line of Best Fit. „Ég hef sagt það áður að íslenskir tónlistarmenn fá ekki betra tækifæri til að sýna sig en á Iceland Airwaves. Við höfum nú þegar gengið frá meira en tíu erlendum tónleikabókunum og á Axel að minnsta kosti helminginn af því. Ég á von á því að þessi tala fimmfaldist á næstu vikum. Einnig seldi Axel lag í stóra þýska auglýsingu og vinsælan sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum. Hinir tónlistarmennirnir mínir stóðu sig einnig mjög vel og bókaði AmabAdamA sína fyrstu erlendu tónlistarhátíð. Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur fengu líka margar fyrirspurnir og nokkur plötufyrirtæki fylgjast náið með Mána Orrasyni,“ útskýrir Sindri. Næsta stóra verkefni Axels er Eurosonic-tónlistarhátíðin í Hollandi. Þar spilar Axel á þrennum tónleikum. Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Húsvíkingurinn Axel Flóvent vakti mikla athygli á Iceland Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi en tónlistarblaðamenn og bransakallar kepptust um að hrósa honum og nokkrir þeirra breyttu ferðaplönum sínum til þess að sjá síðustu tónleika hans á sunnudagskvöldið. „Við vitum um að minnsta kosti fjögur plötufyrirtæki í stærri kantinum sem voru að fylgjast með honum um helgina. Ég veit að tveir útsendarar áttu flug heim á sunnudeginum sem þeir breyttu til að sjá síðustu tónleikana á sunnudagskvöldið. Við erum í viðræðum við nokkur plötufyrirtæki en stígum varlega til jarðar og pössum okkur að gera það sem er rétt fyrir Axel,“ segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels. Alls kom Axel fram á átta tónleikum á hátíðinni ásamt því að taka upp vídeó-sessjón fyrir bandarísku útvarpsstöðina KEXP og tónlistartímaritið Line of Best Fit. „Ég hef sagt það áður að íslenskir tónlistarmenn fá ekki betra tækifæri til að sýna sig en á Iceland Airwaves. Við höfum nú þegar gengið frá meira en tíu erlendum tónleikabókunum og á Axel að minnsta kosti helminginn af því. Ég á von á því að þessi tala fimmfaldist á næstu vikum. Einnig seldi Axel lag í stóra þýska auglýsingu og vinsælan sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum. Hinir tónlistarmennirnir mínir stóðu sig einnig mjög vel og bókaði AmabAdamA sína fyrstu erlendu tónlistarhátíð. Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur fengu líka margar fyrirspurnir og nokkur plötufyrirtæki fylgjast náið með Mána Orrasyni,“ útskýrir Sindri. Næsta stóra verkefni Axels er Eurosonic-tónlistarhátíðin í Hollandi. Þar spilar Axel á þrennum tónleikum.
Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira