Fótbolti

Maradona á skurðarborði í Venesúela

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Vísir/Getty
Diego Maradona fór í sína aðra magaminnkunaraðgerð í gær eftir að læknir argentínsku goðsagnarinnar að hann væri hættulega langt yfir kjörþyngd.

Einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar hefur það ágætt eftir aðgerðina ef marka má ummæli læknis hans, Dr Carlos Felipe Chaux. BBC segir frá.

Maradona hafði farið í magaminnkunaraðgerð fyrir tíu árum en hefur þyngst mikið síðan og það hafa auk þess komið upp önnur vandamál hjá kappanum.

Maradona var 75 kíló yfir kjörþyngd þegar ákveðið var að reyna aðgerðina en kappinn er 55 ára gamall.

Maradona lagðist á skurðarborðið í borginni Maracaibo í Venesúela. Hann mun halda kyrru fyrir í borginni í átta daga en klára síðan endurhæfingu sína í höfuðborginni Caracas.

Diego Maradona var í Englandi í síðasta mánuði þar sem hann var að horfa á argentínska rúgbý landsliðið keppa á HM. Hann sá bæði leiki liðsins á móti Tonga Leicester í og á móti Ástrálíu á Twickenham.

Diego Maradona fór fyrir landsliði Argentínu sem varð heimsmeistari í Mexíkó 1986 og komst alla leiðina í úrslitaleikinn á HM á Ítalíu fjórum árum síðar.

Maradona var dæmdur í fimmtán mánaða bann fyrir kókaínneyslu þegar hann lék með Napoli árið 1991 og þá féll hann á lyfjaprófi á HM 1994 eftir aðhafði notað stera til að koma sér í form fyrir keppnina.

Maradona hefur einnig barist við áfengissýki og offituvandamál á sinni litríku ævi en það efast enginn um það að fáir knattspyrnumenn hafi verið betri í fótbolta þegar karlinn var upp á sitt besta.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×