Karl Garðarsson segir Fréttablaðið ganga flokkspólitískra erinda Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2015 15:05 Karl Garðarsson dró upp svarta mynd af fjölmiðlum á þingi áðan; hann telur stjórna almenningsálitinu og snúa uppá sannleikann. visir/gva Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, dró upp dökka mynd af fjölmiðlum í ræðu sinni á þingi nú áðan í athyglisverðri ræðu. Karl segir fjölmiðlamenn marga hverja óvandaða; þeir telji fólki trú um að svart sé hvítt og allt sé í kalda koli. Hann telur fjölmiðla ganga erinda pólitískra afla og nefndi í því sambandi Fréttablaðið, Kjarnann og Stundina, auk Morgunblaðsins. Hann nefndi hins vegar ekki þá fjölmiðla sem tilheyra fjölmiðlasamsteypu Björns Inga Hrafnssonar í því sambandi, einhverra hluta vegna; DV, Eyjuna og Pressuna.Sannleikanum hagrætt á sumum bæjumKarl tók til máls í þinginu þegar rætt var um stöðu RÚV ohf. Ekki síst er athyglisvert að kynnast hugmyndum Karls í ljósi þess að sjálfur starfaði hann á árum áður sem fréttamaður, fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og ritstjóri Blaðsins sáluga. Karl hljóp fyrst yfir þau ógnarmiklu áhrif sem hann telur fjölmiðla hafa á vitund og skoðanir fólks.Fréttablaðið, Kjarninn og Stundin auk Morgunblaðsins reka flokkspólitísk erindi, að mati Karls Garðarssonar.„Virðulegi forseti. Völd snúast ekki síst um að stjórna umræðunni í þjóðfélaginu. Þeir sem stjórna henni eru í lykilstöðu þegar kemur að mótun almenningsálitsins. Við búum í litlu þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru fáir. Og oft á tíðum máttlausir. Í slíku samfélagi getur verið auðvelt að ná dagskrárvaldi, stjórna umræðunni – ná völdum. Telja fólki trú um að hvítt sé svart og allt sé í kalda koli. Með því að hamra á ákveðinni möntru verður til nýr sannleikur. Skoðanir okkar mótast aðallega af fjölmiðlum, því sem við sjáum og heyrum. Við tökum á móti upplýsingum, metum þær og drögum ályktanir. Ef við heyrum nógu oft sömu fullyrðingarnar verða þær oft að nýjum sannleika,“ sagði Karl og ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að margir fjölmiðlamenn stundi það að snúa rækilega uppá sannleikann: „Íslenskir fjölmiðlamenn sinna flestir starfi sínu vel og eins vel og þeir geta. Þeir eru þó jafn misjafnir og þeir eru margir. Halda menn til dæmis að Morgunblaðið eða Fréttablaðið haldi ekki fram ákveðnum pólitískum skoðunum, eða gildum? Halda menn virkilega að netmiðlar eins og Kjarninn og Stundin hafi ekki pólitískt agenda?“ Athygli vekur hvaða fjölmiðla Karl tiltekur í þessu samhengi, og hvaða fjölmiðla ekki.Frekir og háværir einstaklingar drekkja umræðu á samfélagsmiðlum„Og það er í sjálfu sér ekkert að því. Fjölmiðlar í einkaeigu hafa fullt leyfi til að hafa pólitískar skoðanir „Það er hins vegar okkar alþingismanna að tryggja að sem flestar skoðanir fái að koma fram þannig að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir ,“ segir Karl Garðarsson sem næst beindi sjónum að Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. En, Karl lítur ekki svo á að það sé endilega lykill að lýðræðislegri umræðu.Lýðræðisleg umræða þrífst ekki á samfélagsmiðlum því þar reyna háværir hópar að stjórna öllu, segir Karl Garðarsson.„Samfélagsmiðlar þar sem allir geta tjáð sig leysa ekki nema að litlu leyti vandann. Þar verða gjarnan til hópar háværra einstaklinga sem reyna að stjórna og hafa sem mest áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Raddir hinna verða undir.RÚV nauðsynlegt mótvægi við peningamenninaSíðasta árið fyrir hrun var búið að skipta flestum helstu fjölmiðlum landsins á milli tveggja valdablokka. Annarri var stjórnað af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hinni af Björgólfi Guðmundssyni. Viljum við að fjársterkir aðilar stjórni nær allri þjóðfélagsumræðu á Íslandi? Tryggir það að sem flestar skoðanir fái að njóta sín? Hér er minnst á þetta vegna þess að hér er hafin enn einu sinni umræða um framtíð RÚV. Nú er fréttastofa RÚV sannarlega ekki hafin yfir gagnrýni, en hvernig er upplýstri umræðu best borgið?“ Þar lauk ræðutíma Karls en ekki annað á honum að heyra að hann telji RÚV nauðsynlegt fyrirbæri til að sporna við fótum gegn öflum sem lagt hafa undir sig suma fjölmiðla og hinni bjöguðu umræðu sem hinir háværu og freku hafa náð tökum á á samfélagsmiðlum. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, dró upp dökka mynd af fjölmiðlum í ræðu sinni á þingi nú áðan í athyglisverðri ræðu. Karl segir fjölmiðlamenn marga hverja óvandaða; þeir telji fólki trú um að svart sé hvítt og allt sé í kalda koli. Hann telur fjölmiðla ganga erinda pólitískra afla og nefndi í því sambandi Fréttablaðið, Kjarnann og Stundina, auk Morgunblaðsins. Hann nefndi hins vegar ekki þá fjölmiðla sem tilheyra fjölmiðlasamsteypu Björns Inga Hrafnssonar í því sambandi, einhverra hluta vegna; DV, Eyjuna og Pressuna.Sannleikanum hagrætt á sumum bæjumKarl tók til máls í þinginu þegar rætt var um stöðu RÚV ohf. Ekki síst er athyglisvert að kynnast hugmyndum Karls í ljósi þess að sjálfur starfaði hann á árum áður sem fréttamaður, fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og ritstjóri Blaðsins sáluga. Karl hljóp fyrst yfir þau ógnarmiklu áhrif sem hann telur fjölmiðla hafa á vitund og skoðanir fólks.Fréttablaðið, Kjarninn og Stundin auk Morgunblaðsins reka flokkspólitísk erindi, að mati Karls Garðarssonar.„Virðulegi forseti. Völd snúast ekki síst um að stjórna umræðunni í þjóðfélaginu. Þeir sem stjórna henni eru í lykilstöðu þegar kemur að mótun almenningsálitsins. Við búum í litlu þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru fáir. Og oft á tíðum máttlausir. Í slíku samfélagi getur verið auðvelt að ná dagskrárvaldi, stjórna umræðunni – ná völdum. Telja fólki trú um að hvítt sé svart og allt sé í kalda koli. Með því að hamra á ákveðinni möntru verður til nýr sannleikur. Skoðanir okkar mótast aðallega af fjölmiðlum, því sem við sjáum og heyrum. Við tökum á móti upplýsingum, metum þær og drögum ályktanir. Ef við heyrum nógu oft sömu fullyrðingarnar verða þær oft að nýjum sannleika,“ sagði Karl og ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að margir fjölmiðlamenn stundi það að snúa rækilega uppá sannleikann: „Íslenskir fjölmiðlamenn sinna flestir starfi sínu vel og eins vel og þeir geta. Þeir eru þó jafn misjafnir og þeir eru margir. Halda menn til dæmis að Morgunblaðið eða Fréttablaðið haldi ekki fram ákveðnum pólitískum skoðunum, eða gildum? Halda menn virkilega að netmiðlar eins og Kjarninn og Stundin hafi ekki pólitískt agenda?“ Athygli vekur hvaða fjölmiðla Karl tiltekur í þessu samhengi, og hvaða fjölmiðla ekki.Frekir og háværir einstaklingar drekkja umræðu á samfélagsmiðlum„Og það er í sjálfu sér ekkert að því. Fjölmiðlar í einkaeigu hafa fullt leyfi til að hafa pólitískar skoðanir „Það er hins vegar okkar alþingismanna að tryggja að sem flestar skoðanir fái að koma fram þannig að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir ,“ segir Karl Garðarsson sem næst beindi sjónum að Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. En, Karl lítur ekki svo á að það sé endilega lykill að lýðræðislegri umræðu.Lýðræðisleg umræða þrífst ekki á samfélagsmiðlum því þar reyna háværir hópar að stjórna öllu, segir Karl Garðarsson.„Samfélagsmiðlar þar sem allir geta tjáð sig leysa ekki nema að litlu leyti vandann. Þar verða gjarnan til hópar háværra einstaklinga sem reyna að stjórna og hafa sem mest áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Raddir hinna verða undir.RÚV nauðsynlegt mótvægi við peningamenninaSíðasta árið fyrir hrun var búið að skipta flestum helstu fjölmiðlum landsins á milli tveggja valdablokka. Annarri var stjórnað af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hinni af Björgólfi Guðmundssyni. Viljum við að fjársterkir aðilar stjórni nær allri þjóðfélagsumræðu á Íslandi? Tryggir það að sem flestar skoðanir fái að njóta sín? Hér er minnst á þetta vegna þess að hér er hafin enn einu sinni umræða um framtíð RÚV. Nú er fréttastofa RÚV sannarlega ekki hafin yfir gagnrýni, en hvernig er upplýstri umræðu best borgið?“ Þar lauk ræðutíma Karls en ekki annað á honum að heyra að hann telji RÚV nauðsynlegt fyrirbæri til að sporna við fótum gegn öflum sem lagt hafa undir sig suma fjölmiðla og hinni bjöguðu umræðu sem hinir háværu og freku hafa náð tökum á á samfélagsmiðlum.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira