Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2015 23:14 Frá björgunaraðgerðum í kvöld. Sjónum var dælt upp um sérstaka hólka sem búið var að sjóða ofan a skipið. Stöð 2/Einar Árnason. Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. Stefnt er að því að hefjast aftur handa á ný síðdegis á morgun, að sögn Þorsteins Vilhelmssonar, stjórnarformanns Björgunar. Það var um áttaleytið í kvöld sem dælingin hófst en með henni var ætlunin að mynda nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp. Kafarar höfðu í sólarhring á undan unnið við að þétta skipið. Virtist dælingin fara vel af stað í fyrstu. Á tíunda tímanum var þó ákveðið að stöðva dælingu þegar sýnt þótti að sjór flæddi inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan.Gluggi brast í brúnni í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason.Kafarar voru sendir niður til að kanna orsakir lekans og þétta glufur og að því búnu var reynt aftur að hefja dælingu. Ekki vildi þá betur til en að gluggi brast í brúnni. Þorsteinn Vilhelmsson segir að frekar en að halda áfram fram eftir nóttu hafi mönnum þótt skynsamlegra að gera hlé á verkinu og láta mannskapinn hvílast og reyna aftur á morgun. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri Björgunar, stjórnar björgunaraðgerðinni á Ægisgarði en að henni koma um fjörutíu manns. Þeirra á meðal eru starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis, sem vakta flotgirðingu, en þeir hafa björgunarskip og neyðarbúnað til taks, ef vart verður olíuleka. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var bein útsending af vettvangi þar sem rætt var við útgerðarstjóra Björgunar. Tengdar fréttir Perla gæti farið á flot um miðnætti Vonir standa til að dæling úr sanddæluskipinu sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag hefjast á sjötta tímanum í dag. 4. nóvember 2015 14:09 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. Stefnt er að því að hefjast aftur handa á ný síðdegis á morgun, að sögn Þorsteins Vilhelmssonar, stjórnarformanns Björgunar. Það var um áttaleytið í kvöld sem dælingin hófst en með henni var ætlunin að mynda nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp. Kafarar höfðu í sólarhring á undan unnið við að þétta skipið. Virtist dælingin fara vel af stað í fyrstu. Á tíunda tímanum var þó ákveðið að stöðva dælingu þegar sýnt þótti að sjór flæddi inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan.Gluggi brast í brúnni í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason.Kafarar voru sendir niður til að kanna orsakir lekans og þétta glufur og að því búnu var reynt aftur að hefja dælingu. Ekki vildi þá betur til en að gluggi brast í brúnni. Þorsteinn Vilhelmsson segir að frekar en að halda áfram fram eftir nóttu hafi mönnum þótt skynsamlegra að gera hlé á verkinu og láta mannskapinn hvílast og reyna aftur á morgun. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri Björgunar, stjórnar björgunaraðgerðinni á Ægisgarði en að henni koma um fjörutíu manns. Þeirra á meðal eru starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis, sem vakta flotgirðingu, en þeir hafa björgunarskip og neyðarbúnað til taks, ef vart verður olíuleka. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var bein útsending af vettvangi þar sem rætt var við útgerðarstjóra Björgunar.
Tengdar fréttir Perla gæti farið á flot um miðnætti Vonir standa til að dæling úr sanddæluskipinu sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag hefjast á sjötta tímanum í dag. 4. nóvember 2015 14:09 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Perla gæti farið á flot um miðnætti Vonir standa til að dæling úr sanddæluskipinu sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag hefjast á sjötta tímanum í dag. 4. nóvember 2015 14:09
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15