Vinnudagurinn 24 klukkustundir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 09:30 Sigga hefur í nægu að snúast um helgina en þetta er fimmta Airwaves hátíðin sem hún starfar á. Vísir/Vilhelm Líkt og flestir hafa orðið varir við stendur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nú yfir.Fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta tónleikagestum. Fólkið á bak við tjöldin á hátíðinni sér til þess að allt fari vel fram og upplifun tónleikagesta af helginni sé sem best og einnig að vel fari um listamennina sem gefa allt sitt í flutninginn.Ein af þeim sem stendur vaktina á hátíðinni í ár er Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga Ólafs líkt og hún er gjarnan kölluð. Sigga er öllum hnútum kunnug þegar kemur að hátíðinni en þetta er fimmta Airwaves-hátíðin þar sem hún vinnur við skipulagninguna en einnig hefur hún starfað fyrir hátíðarnar Secret Solstice, Sónar og ATP auk þess sem hún er framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson. „Ég var alltaf að vinna fyrir Retro Stefson og svo hafði Unnsteinn einhverja trú á mér að ég gæti gert eitthvað meira. Ég ætlaði fyrst að vera bara í einhverjum miðaafhendingum en svo fór ég fljótt í þetta,“ segir hún en markmiðið er að sjálfsögðu að gera upplifun allra sem sækja hátíðina, gestum og listamönnum, sem besta. Núna hefur Sigga með sér fjóra aðstoðarmenn sem hún segir vissulega létta undir með sér. „Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega ef maður er kominn með fólk með sér, í fyrra var ég eiginlega bara ein allan tímann og það var dálítið strembið svo núna er ég með þessa fjóra krakka eins og ég kalla þau þó þau séu nú orðin átján og það gengur allt ótrúlega smurt fyrir sig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þau.“ Meðal þeirra verkefna sem Sigga sinnir er að fara með veitingar á alla tónleikastaðina fyrir hljóðprufur og gera búningsherbergi listamanna tilbúin. Hún segir þó að verkefnin séu margbreytileg því alltaf geti eitthvað óvænt komið upp á sem bregðast þurfi við. „Maður ákveður eitt og svo gerist eitthvað annað en þetta gengur nú alltaf einhvern veginn allt upp á endanum.“ „Ég sé um allt baksviðs á öllum tónleikastöðunum og tengsl íslensku listamannanna, svo sinni ég alls konar hlutum sem koma upp á,“ segir hún glöð í bragði en líkt og gefur að skilja er í nægu að snúast hjá henni um helgina þegar hátíðin nær hámarki sínu og hittir því velflesta af listamönnunum. Ein af þeim hljómsveitum sem margir hátíðargestir hlakka til að berja augum er bandaríska sveitin Beach House sem kemur í annað sinn fram á Airwaves. „Mér finnst skemmtilegt að Beach House komi aftur. Þau voru á fyrstu hátíðinni minni og ég hlakka til að hitta þau aftur. Á fyrstu hátíðinni var ég kannski pínu stressuð og það hjálpaði hvað þau voru almennileg.“ Sökum anna nær hún þó ekki að fara á marga af tónleikunum á hátíðinni enda nóg um að vera en það er þó eitt band sem hún lætur sig aldrei vanta á tónleika hjá. „Ég sá reyndar Retro Stefson á miðvikudaginn, ég missi aldrei af þeim.“ Starfið fyrir hátíðina felst að miklu leyti í því að halda utan um ýmis konar skipulag og segist Sigga hafa gaman af þó hún neiti því ekki að lítið sé um svefn yfir helgina. „Það er erfitt að segja hvað vinnudagurinn er langur, ég myndi nú segja að hann væri eiginlega tuttugu og fjórar klukkustundir,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Maður nær nú yfirleitt að sofa einhverja fjóra tíma en síminn hringir nú yfirleitt eitthvað.“ Hún kippir sér þó ekki mikið upp við það enda nægur tími til að slaka á eftir hátíðina. „Maður sefur bara í næstu viku, það er eiginlega bara svolítið svoleiðis. Maður er auðvitað pínu þreyttur en reynir bara að vera duglegur að fá sér sæti og hvíla sig örlítið þegar þegar það er hægt.“ Airwaves Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Líkt og flestir hafa orðið varir við stendur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nú yfir.Fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta tónleikagestum. Fólkið á bak við tjöldin á hátíðinni sér til þess að allt fari vel fram og upplifun tónleikagesta af helginni sé sem best og einnig að vel fari um listamennina sem gefa allt sitt í flutninginn.Ein af þeim sem stendur vaktina á hátíðinni í ár er Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga Ólafs líkt og hún er gjarnan kölluð. Sigga er öllum hnútum kunnug þegar kemur að hátíðinni en þetta er fimmta Airwaves-hátíðin þar sem hún vinnur við skipulagninguna en einnig hefur hún starfað fyrir hátíðarnar Secret Solstice, Sónar og ATP auk þess sem hún er framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson. „Ég var alltaf að vinna fyrir Retro Stefson og svo hafði Unnsteinn einhverja trú á mér að ég gæti gert eitthvað meira. Ég ætlaði fyrst að vera bara í einhverjum miðaafhendingum en svo fór ég fljótt í þetta,“ segir hún en markmiðið er að sjálfsögðu að gera upplifun allra sem sækja hátíðina, gestum og listamönnum, sem besta. Núna hefur Sigga með sér fjóra aðstoðarmenn sem hún segir vissulega létta undir með sér. „Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega ef maður er kominn með fólk með sér, í fyrra var ég eiginlega bara ein allan tímann og það var dálítið strembið svo núna er ég með þessa fjóra krakka eins og ég kalla þau þó þau séu nú orðin átján og það gengur allt ótrúlega smurt fyrir sig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þau.“ Meðal þeirra verkefna sem Sigga sinnir er að fara með veitingar á alla tónleikastaðina fyrir hljóðprufur og gera búningsherbergi listamanna tilbúin. Hún segir þó að verkefnin séu margbreytileg því alltaf geti eitthvað óvænt komið upp á sem bregðast þurfi við. „Maður ákveður eitt og svo gerist eitthvað annað en þetta gengur nú alltaf einhvern veginn allt upp á endanum.“ „Ég sé um allt baksviðs á öllum tónleikastöðunum og tengsl íslensku listamannanna, svo sinni ég alls konar hlutum sem koma upp á,“ segir hún glöð í bragði en líkt og gefur að skilja er í nægu að snúast hjá henni um helgina þegar hátíðin nær hámarki sínu og hittir því velflesta af listamönnunum. Ein af þeim hljómsveitum sem margir hátíðargestir hlakka til að berja augum er bandaríska sveitin Beach House sem kemur í annað sinn fram á Airwaves. „Mér finnst skemmtilegt að Beach House komi aftur. Þau voru á fyrstu hátíðinni minni og ég hlakka til að hitta þau aftur. Á fyrstu hátíðinni var ég kannski pínu stressuð og það hjálpaði hvað þau voru almennileg.“ Sökum anna nær hún þó ekki að fara á marga af tónleikunum á hátíðinni enda nóg um að vera en það er þó eitt band sem hún lætur sig aldrei vanta á tónleika hjá. „Ég sá reyndar Retro Stefson á miðvikudaginn, ég missi aldrei af þeim.“ Starfið fyrir hátíðina felst að miklu leyti í því að halda utan um ýmis konar skipulag og segist Sigga hafa gaman af þó hún neiti því ekki að lítið sé um svefn yfir helgina. „Það er erfitt að segja hvað vinnudagurinn er langur, ég myndi nú segja að hann væri eiginlega tuttugu og fjórar klukkustundir,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Maður nær nú yfirleitt að sofa einhverja fjóra tíma en síminn hringir nú yfirleitt eitthvað.“ Hún kippir sér þó ekki mikið upp við það enda nægur tími til að slaka á eftir hátíðina. „Maður sefur bara í næstu viku, það er eiginlega bara svolítið svoleiðis. Maður er auðvitað pínu þreyttur en reynir bara að vera duglegur að fá sér sæti og hvíla sig örlítið þegar þegar það er hægt.“
Airwaves Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning