Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2015 13:25 Langflestir Íslendinga eru í Þjóðkirkjunni en fæstir í Nýja Avalon: Einn skráður meðlimur. Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá. Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá.
Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01