Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2015 13:25 Langflestir Íslendinga eru í Þjóðkirkjunni en fæstir í Nýja Avalon: Einn skráður meðlimur. Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá. Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá.
Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01