Enski boltinn

Crystal Palace skaust upp í þriðja sætið með öruggum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Crystal Palace fagna marki Bolasie.
Leikmenn Crystal Palace fagna marki Bolasie. Vísir/Getty
Lærisveinar Alan Pardew skutust upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigri á West Brom í hádegisleik enska boltans en leiknum lauk rétt í þessu.

Crystal Palace var sterkari aðilinn allt frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir tíu mínútum fyrir leikslok þegar Yannick Bolasie skoraði með skalla af stuttu færi. Var þetta fyrsta mark Bolasie á Selhurst Park í rúma átján mánuði.

Franski miðjumaðurinn Yohan Cabaye gerði síðan út um leikinn fimm mínútum fyrir lok leiksins af vítapunktinum eftir að Chris Brunt braut á Wilfried Zaha inn í vítateig West Brom.

Sigurinn þýðir að Crystal Palace er allaveganna í bili í 3. sæti en þetta var annar tapleikur West Brom í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×