„Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 12:33 Senne Lammens hefur verið borinn saman við Peter Schmeichel af stuðningsmönnum Manchester United. Getty/ James Gill/Ross Kinnaird Senne Lammens hefur heyrt og kann að meta söngva stuðningsmanna Manchester United þar sem honum er líkt við goðsagnakennda markvörðinn Peter Schmeichel, þá kveðst hann vera bara Senne Lammens og að reyna að hjálpa liðinu. Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025 Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira