Yrsa um fráfall Mankell: Rosalega stór rithöfundur og dáður víða Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2015 11:37 Yrsa Sigurðardóttir segist sjálf ekki hafa lesið mikið eftir Henning Mankell. Vísir/Daníel/AFP Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“ Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“
Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14