Tortelier ráðinn nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 10:53 Yan Pascal Tortelier er fjórtándi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því að sveitin tók til starfa vorið 1950. Mynd/Sinfó Yan Pascal Tortelier hefur verið ráðinn nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tortelier er ráðinn til þriggja ára og tekur við stöðunni í byrjun starfsársins 2016-17 og stjórnar þá upphafstónleikum starfsársins. Tortelier hefur stjórnað fjölda hljómsveita, þar á meðal Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Orchestre de Paris, Konunglegu Concertgebouw-hljómsveitinni, Fílharmóníuhljómsveitinni í Sankti Pétursborg, Hljómsveit La Scala-óperunnar í Mílanó, Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles og sinfóníuhljómsveitunum í Boston, Chicago og Montréal.Samstarf frá 1998 Í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Tortelier hafi átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 1998 þegar hann stjórnaði tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Hann stjórnaði einnig sveitinni þegar flutt var í Hörpu 2012 og síðast á tónleikum í mars síðastliðinn. Tortelier segir að það sé honum mikið gleðiefni að taka við stöðu aðalstjórnanda sveitarinnar. „Samvinna mín við hljómsveitina hefur gengið einstaklega vel og nýja tónlistarhúsið gerir starfið allt mun ánægjulegra en ella. Ég nýt þess að búa til tónlist með hljómsveit sem tekur svo vel í hugmyndir mínar, og er sannfærður um að næstu þrjú árin verði afar mikilvæg í sögu og þróun sveitarinnar. Við munum í sameiningu þróa hljómsveitina áfram, og það er mér mikið kappsmál að við getum náð til tónlistarunnenda víða um heim og deilt með þeim hinum einstöku hæfileikum og tónlistargáfum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býr yfir.“ Tortelier er fjórtándi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því að sveitin tók til starfa vorið 1950. Fyrsti aðalstjórnandi hljómsveitarinnar var Norðmaðurinn Olav Kielland, sem starfaði hér á landi frá 1951–1955. Á undanförnum árum hafa gegnt stöðunni þeir Petri Sakari, Osmo Vänskä, Rico Saccani, Rumon Gamba og nú síðast Ilan Volkov. Tveir stjórnendur gegna heiðursstöðum við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vladimir Ashkenazy er heiðursstjórnandi og Osmo Vänskä er aðalgestastjórnandi.Nánar má lesa um ráðninguna á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Yan Pascal Tortelier hefur verið ráðinn nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tortelier er ráðinn til þriggja ára og tekur við stöðunni í byrjun starfsársins 2016-17 og stjórnar þá upphafstónleikum starfsársins. Tortelier hefur stjórnað fjölda hljómsveita, þar á meðal Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Orchestre de Paris, Konunglegu Concertgebouw-hljómsveitinni, Fílharmóníuhljómsveitinni í Sankti Pétursborg, Hljómsveit La Scala-óperunnar í Mílanó, Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles og sinfóníuhljómsveitunum í Boston, Chicago og Montréal.Samstarf frá 1998 Í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Tortelier hafi átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 1998 þegar hann stjórnaði tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Hann stjórnaði einnig sveitinni þegar flutt var í Hörpu 2012 og síðast á tónleikum í mars síðastliðinn. Tortelier segir að það sé honum mikið gleðiefni að taka við stöðu aðalstjórnanda sveitarinnar. „Samvinna mín við hljómsveitina hefur gengið einstaklega vel og nýja tónlistarhúsið gerir starfið allt mun ánægjulegra en ella. Ég nýt þess að búa til tónlist með hljómsveit sem tekur svo vel í hugmyndir mínar, og er sannfærður um að næstu þrjú árin verði afar mikilvæg í sögu og þróun sveitarinnar. Við munum í sameiningu þróa hljómsveitina áfram, og það er mér mikið kappsmál að við getum náð til tónlistarunnenda víða um heim og deilt með þeim hinum einstöku hæfileikum og tónlistargáfum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býr yfir.“ Tortelier er fjórtándi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því að sveitin tók til starfa vorið 1950. Fyrsti aðalstjórnandi hljómsveitarinnar var Norðmaðurinn Olav Kielland, sem starfaði hér á landi frá 1951–1955. Á undanförnum árum hafa gegnt stöðunni þeir Petri Sakari, Osmo Vänskä, Rico Saccani, Rumon Gamba og nú síðast Ilan Volkov. Tveir stjórnendur gegna heiðursstöðum við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vladimir Ashkenazy er heiðursstjórnandi og Osmo Vänskä er aðalgestastjórnandi.Nánar má lesa um ráðninguna á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira